My way

þriðjudagur, október 25, 2005

LONDON

Það var SVO gaman í London:

Föstudagur: Fórum í Soho um leið og við lentum. Borðuðum á uppáhalds veitingahúsinu mínu í London, Itsu. Þetta er svona sushi og sticks staður og maturinn róterast um allan veitingastaðinn á færibandi. Svo nær maður sér bara í það sem manni langar í af færibandinu..mmmm það er svo góður matur þarna. Drukkum heitt Saki með og bleika Mojito's. Kíktum svo á einn bar, en hávaðinn var of mikill fyrir okkur, vorum í kjaftastuði, þannig að við fórum bara heim,opnuðum kampavín og kjöftuðum langt fram á nótt.

Laugardagur: Vöknuðum frekar snemma ( fyrir hádegi allavega). Fórum á Portobello markaðinn í Notting Hill, alveg geggjaður markaður, mikið af antik og svona öðruvísi hlutum. Fórum t.d inn í eina búð sem sérhæfir sig í hurðahúnum, alveg geggjað:)
Fórum svo niður að Thames. Fengum okkur lunch og löbbuðum svo meðfram Thames. Systkini mín voru á fullu að skoða byggingar, en ég var meira að skoða mannlífið.
Eftir rauðvíns og bjór stopp fórum við svo á Tate Museum of Modern Art. Undirrituð er nú ekkert að kafna úr áhuga á listum, en það var alveg rosalega skemmtilegt að fara á þetta safn. Byggingin var einu sinni orkuver, þannig að lofthæðin er ca 50 m ( eða eitthvað) og húsið er alveg rosalega stórt.
Þaðan skröltum við yfir nýju millenium brúna sem liggur yfir Thames. OK, fyrir mér er brú brú, en amo listamaður var að missa sig yfir byggingarstílnum:)
Eftir þetta fórum við heim, frekar búin á því, en við náðum ekki að hvíla okkur nema í hálftíma eða svo því við ætluðum að hitta fólk í dinner. Borðuðum á Tælenskum stað, sem ég hef borðað á áður. Fengum þvílíkt lélega þjónustu og maturinn var ekki góður, en það var allt í lagi því við hlógum eins og pöddur yfir þjónunum...sem kunnu ekki stakt orð í ensku!!!
þaðan fórum við í það svakalegasta partý sem ég hef farið í lengi...sennilega síðan ég var síðast í London:) MEGA stuð og vodki...enda gestgjafinn rússi.

Sunnudagur: Ok ok, heilsan ekki uppá marga fiska..en þetta var dagurinn sem bar yfirskriftina "London, the Japanese way", ég get svarið það ég held að við höfum séð allt sem vert er að sjá í London þennan sunnudag. Byrjuðum á Oxford street, tókum 45 mín power shopping í H&M, fórum svo í Covent Garden, Piccadilly circus, Leicster Square...bara name it og við vorum þar. Fórum á eitt safn, Museum of Portraits...eitthvað svoleiðis hét það nú, og sáum alveg svakalega skemmtilega portrait sýningu.
Seinnipartinn fórum við amo svo út á völl, og lentum alveg dauðuppgefin en alsæl á miðnætti á sunnudeginum.

OAO
m