My way

fimmtudagur, október 20, 2005

Social líf og LONDON BABY

Það er svo mikið að gera í social lífinu þessa dagana. Í kvöld fer ég í matarklúbb sem við skvísurnar hérna í vinunni erum í. erum með Indverskt þema og ég á að koma með aðalrétt, hlakka til að elda eitthvað gott, hitta skvísurnar og fá mér gott rauðvín með því.

Á morgun er það svo London BABY!!! God hvað mig er farið að hlakka til...eða er það mér farið að hlakka...nei heyrðu ég hlakka er það ekki??? WHATEVER...er alveg spennti karlinn!!!

Verð að segja að ég er alveg sjokkeruð á þessum sjónvarpsþætti sem ég grét svo yfir síðasta miðvikudag...Strong medicine. Finnst að hann ætti að heita WRONG medicine..þetta er alveg agalegt maður, allir deyja og læknarnir eru allir með MASSA vandamál í einkalífinu..og ég veit ekki hvað og hvað. Of nálægt raunveruleikanum if you ask me...plús það að allir læknaþættir VERÐA að hafa amk einn Dr. Hönk og í þessum þætti er bara enginn.

Sjúkraþjálfarinn minn tilkynnti mér það í gær að ég mætti/ætti ekki að vera að spranga um stræti Lúndúnarborgar á 12 cm hælunum mínum....SKO, hann þekkir mig greinilega ekki, rétt upp hönd sem hefur einhverntímann séð Mæju á strigaskóm???? Not gonna happen my friend, er komin með pæjuklippingu og fer sko ekki að krumpa stílinn í lágbotna skóm!!!

OAO
m-einn og ekki neinn og þarf á amk 12 cm að halda:)