My way

þriðjudagur, október 18, 2005

Vinir og hárgreiðslufólk....

Hún nafna mín er algjört æði.....eða það hélt ég að minnsta kosti þar til ég sá nýja útlitið á bloggsíðunni minni. Þessi elska var svo góð að taka hana í gegn fyrir mig. Setti fyrst einhver fiðrildi á hana ( goood hún er svo væmin) og ég sagði að það væri nú ekki alveg ég ( já ég veit, agaleg að tuða í henni þegar hún var að gera þetta fyrir mig). Svo þurfti ég að rjúka og sagði henni bara að setja eitthvað á síðuna...eitthvað sem væri meira ég...og þá kom asninn með þessar country myndir..muuuuuuuuuuuuu hún er svo klikkuð.

Anyways, fór í klippingu og litun í gær, fannst ekki hægt að fara með rót niður á eyru til London. Er ný búin að skipta um hárgreiðslustofu og fer núna á mjög hip og cool stað...eiginlega of hip og cool. Það er tekið á móti manni með stóru "Hæææææææ ég heiti bleh bleh...hvað segir þú í dag????"...og ég sný mér ósjálfrátt við til að sjá hver var að koma inn..enginn...shit hann er að tala við MIG!!! Þá verð ég vandræðalega og segi "he he öhhhh ég segi allt fínt bara...en þú"...alveg eins og auli.
Svo byrjar klippiferlið. Og þá er allt í einu eins og maður sé kominn á elliheimili..alltaf talað við mann sem "við"..."hvað eigum VIÐ að gera í dag..."í hvernig fíling erum VIÐ??" Og ég verð aftur vandræðaleg og segi að VIð megum bara ráða hvað okkur finnst best því VIÐ erum ekki alveg viss...eða sko ég meina....whatever gerðu bara eins og þér finnst flott:)

Hvað með það, ég var nokkuð sátt við útkomuna þannig að ég hugsa að ég fari nú aftur...aldrei að vita nema VIÐ gerum eitthvað sniðugt saman aftur eftir 5 vikur.

dauði og djöfull...orbitrekkið er enn ósamsett, en ég finn á mér að eitthvað gerist í kvöld, á nefnilega von á iðnaðarmanninum í mat...aldrei að vita nema ég biðji hann að setja tryllitækið saman.

Nú er ég alveg orðin spennti karlinn fyrir London ferðinni. Dagskráin er þétt og létt..gvööð ég er svo mikið skáld!!!
við amo lendum seint á föstudagskvöldi. Þá er ferðinni heitið í Soho, út að borða og svo á einhverja bari. Á laugardaginn erum við að hugsa um að fara á Portobello markaðinn, borða svo í Notting Hill og fara svo í partý um kvöldið....verður stuð stuð stuð.
Á sunnudaginn ætla ég að reyna að komast í H&M og svo brunch og svo bara beint út á völl.
Hef miklar áhyggjur af bakinu á mér, kvíði alveg svakalega fyrir því að sitja í flugvélinni í 3,5 tíma. Er bara hreinlega ekki viss um hvort ég meiki það...verð bara að deyfa sársaukann með G&T.

well, that's it for now

m-með hip og cool hár