My way

mánudagur, nóvember 07, 2005

Helgarfréttir

Jæja vonbrigði helgarinnar eru auðvitað að Gísli Marteinn náði ekki kjöri. Ég verð nú að viðurkenna að ég er hálf hissa á þessu, ég meina fólk er alltaf að tala um að það þurfi ungt fjölskyldufólk inn á þing og inn í borgina...en svo kýs fólk bara allt annað. Spælandi, en ég er sannfærð um að Gísli Marteinn fái tækifæri seinna til að sanna sig.

Helgin okkar var fín. Á föstudaginn komu Anna Fanney og Oddur Jarl sonur hennar til okkar. Við borðuðum sænskar kjötbollur með kartöflumús og sultu. Mikið var gaman að gefa loksins einhverju barni með matarlyst að borða. Mínum manni fannst bollurnar mínar bara þrælgóðar og borðaði á sig gat....á meðan músin mín tók einn bita og fór að biðja um eftirrétt:)
Við kíktum svo á Idolið og vorum voða fegin að sjá að hún Sara sem vann einu sinni með okkur er komin áfram...áfram Sara!!
Eftir idolið fór húsfrúin nú að slappast, er búin að vera með einhverja "#"&#=/& kvefpest í vikunni og ég snarversnaði á föstudeginum.

Kvefið kom í veg fyrir að við fórum að snorkla í Silfru eins og til stóð á laugardeginum. Ásgeir bróðir og Helgi vinur hans héldu uppá afmælin sín með því að bjóða fólki í Silfru..frekar spælandi að komast ekki en maður verður að vera skynsamaur og vera ekkert að leggjast í lugnabólgu og læti.

Amma og Veroniku voru búnar að skipuleggja stelpudag á laugardeginum og við eiginmaðurinn nýttum tækifærið og kíktum í húsgagnabúðir. SJÆT hvað við sáum margt fallegt, en skelfilega er mikill verðmunur á þessum flottu húsgögnum og IKEA:)
Jæja eftir búðarrápið kíktum við á kaffihús...mmmm fórum á Vegamót, maturinn þar er ekkert smá góður. Í því hringdi amma og sagðist ætla að hafa Nikustelpuna fram á kvöld og þá ákváðum við hjónin að skella okkur í bíó. Fórum á "In her shoes" sem trónir nú á topp 5 listanum yfir leiðinlegustu myndir allra tíma...jiii minn ég hélt ég færi í kóma á tímabili úr leiðindum.
Laugardagskvöldið var rólegt, við lágum öll 3 saman fyrir framan Stevie..það er enn verið að ræða það hvort ég eða Nikustelpan sofnaði á undan....skemmtilega hress alltaf.

Sunnudgurinn var ekkert spes. Vöknuðum frekar seint og ákváðum að skítastuðlinum var orðin of hár, meiriaðsegja fyrir okkur...ojjjjj hvað okkur finnst leiðinlegt að þrífa..algjör viðbjóður. Að því loknu tók nú ekkert skemmtilegra við..MONSTER Bónus ferð...díó míó hvað við biðum lengi í röð..öruggglega 40 mín:(
En dagurinn endaði hjá ömmu þar sem við fengum dýrindis gúllas.

Busy vika framunda..en hey það eru bara 5 dagar í næstu helgi:)

m-með mánudagsblues