My way

miðvikudagur, desember 14, 2005

Græin og glens

Jæja Maja sagði að ég yrði að setja þetta á bloggið mitt, og þegar Blöndalinn segir eitthvað þá er best að hlýða:

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt

Var að horfa á strákana í gær, sem er orðinn uppáhalds sjónvarpsþátturinn minn eftir að Sophia Loren hljóp út um allt brjóstahaldaralaus í honum...hahahhaha Maja, nú ertu líka sjónvarpshetjan mín!! Þú stóðst þig alveg með prýði og varst rosa sæt og fín!

Svo er nú annað mál, að ég held að ég verði að giftast ( eða kannksi ættleiða úr því að ég er nú þegar gift honum Smára mínum) Pétri Jóhanni Sigfússyni!! Mikið djöfull rosalega er maðurinn fyndinn sem Jón Ársæll! Ég fæ alveg ónotatilfinningu í gegnum sjónvarpið þegar hann andar svona hátt á fólk og stendur svo nálgægt því að hann frussar á það:)
Í gær voru sýnd mistök frá "sjálfstæðu fólki" þar sem Páll Magnússson var....jesús hvað maðurinn átti erfitt með að hlæja ekki, hann var alltaf að skella uppúr...og ég hélt að ég fengi flog ég hló svo mikið!!

Annars er nú ekki mikið að frétta af mér svosem. ég er farin að kíkja aðeins niður í vinnu, svona nokkra tíma á dag bara. Það er ÆÐI að hitta stelpurnar aftur og ég verð að viðurkenna að ég saknaði vinunnar líka alveg svakalega.
Hinsvegar verð ég að fara varlega, ég vann frá 9-14 í gær og það var of mikið. Ég var svo dofin í fætinum og rassinum þegar ég kom heim í gær að ég vissi varla hvort ég snéri fram eða aftur:)

Í kvöld fer ég á jólahlaðborð með 2 deildum héðan úr vinunni. Verður gott að fá góðan mat. verð samt að fara varlega því það er eitt það versta sem ég geri þessa dagana að sitja á venjulegum stólum of lengi.

OAO
m-rassadofin