My way

föstudagur, desember 09, 2005

Veikindi og bömmer!

Jæja ég er ennþá á lífi!

Eins og flestir sem þekkja mig ættu að vita er ég búin að vera frá í 2 vikur útaf helvítis bakinu á mér.

Þetta byrjaði sem sagt á sunnudeginum, fyrsti í aðventu held ég bara. Ég var búin að vera slöpp í bakinu á laugardeginum en svo versnaði mér svona svakalega á sunnudeginum. Shitturinn titturinn, ég hef bara aldrei á ævi minni fundið fyrir öðrum eins sársauka!!! Ég bókstaflega grenjaði úr sársauka og fór ekki frammúr rúminu...bara hreinlega komst ekki.

Á mánudeginum hringi ég mig inn veika...með trega eins og venjulega..alveg óþolandi að komast ekki í vinnu vegna bakverkja! En þegar líða fór á morguninn og ég fann alltaf meira og meira til þá ákvað ég að hringja í heimilislækninn. Það stóð ekki á viðbrögðunum maður, karlinn ætlaði bara að hringja á sjúkrabíl og læti. En eins og allir vita þá kærir húsfrúin sig ekki um svoleiðis læti. Samt gat ég mig enganveginn hreyft og þegar mamma kom til að ferja mig upp á spítala dauð sá ég eftir að hafa ekki þegið boðið um sjúkrabílinn, ég hélt það mundi líða yfir mig á leiðinni.

Þegar við komum á slysó var ég orðin svo slæm að ég gat bara hreinlega ekki gengið, reyndi nú samt og þá sá okkur eitthvað fólk að innan og áður en ég vissi komu hvítklæddar fígúrur hlaupandi á móti mér með hjólastóla og sjúkrarúm. Ahhhhh hvað það var gott að leggjast í rúmið maður...þvílíkt heaven!

Mér var svo skutlað í einvhersskonar segulómun og þá kom í ljós að brjósklosið mitt hafði bara ekkert skánað síðan síðast. Þá var kallað í einhvern taugasérfræðing til að athuga hvort það þyrfti að skera mig med det samme. Hann sá nú ekki ástæðu til þess, en lagði mig inn. Blöööhhh akkúrat það sem ég vildi ekki heyra.

Anyways, ég var lögð inn og fékk allskonar lyf og drasl sem hjálpuðu ekki neitt. Þá var tekin ákvörðun um að skera mig og tíminn var föstudagurinn. Sem betur fer fékk ég að fara heim á milli. Þar lá ég fram á aðgerðardag og ég verð að viðurkenna að ég var alveg hreint að drepst úr verkjum.

Svo kom að aðgerð. Ég vaknaði upp seinnipartinn á föstudegi og fór að hringja í fólk til að láta vita að ég væri á lífi....eða svo var mér sagt, ég mundi ekkert eftir því daginn eftir:)
Aðgerðin gekk víst sæmilega, ég missti víst svolítið af blóði ( sem gæti þá útskýrt minnisleysið og ruglið kvöldinu áður). Svo kom víst í ljós að ég var með meira mein en talið var í fyrstu og læknirinn þurfti að vinna á einverri taug og bleh bleh eitthvað svona rugl. Anyways, þetta varð til þess að hægri fótur varð dofinn og hálf gagnslaus þarna fyrstu dagana á eftir.....þið hefðuð átt að sjá mig þegar ég fór fyrst á WC eftir aðgerð...ég var svaka brött, en þegar ég fór á fætur þá fann ég ekki fyrir fætinum og hann bara gaf sig....ég var eins og ég væri ný komin af Pravda kl. 6.30 á sunnudags morgni:)

Ég var útskrifuð á laugardeginum, sem var bara fínt. Ég er búin að vera svakalega dugleg að liggja bara og hreyfa mig sem minnst, eins skemmtilegt og það nú er:(

Ég ætla að reyna að mæta í vinnuna á mánudaginn. Hinsvegar fór ég í langferð fyrr í dag til að sækja Nikuna mína ( er ekki búin að fara út í 2 fokking vikur) og ég verð að viðurkenna að fóturinn er ekki alveg kominn í lag ennþá. Ég verð því bara að sjá til hvort ég hafi þrek í það...einvhern veginn efast ég um að actavis fari á hausinn í fjarveru minni, en ég hef nú meiri áyggjur af geðheilsu minni, ég VERÐ AÐ FARA AÐ KOMAST ÚT!

Jæja ég vona að þessi sjúkrasaga hafi gefið ykkur yl í hjarta, svona til að hægja á ykkur í jólastressinu...noj noj, ég er bara skáld og vissi ekki af því:)

þangað til næst,
m-innipúki