Lárétt rigning
Aldrei nokkurn tímann hefði mér dottið í hug að ég væri týpan til að láta veðrið fara í pirrurnar á mér. Mér hefur alltaf þótt svona "ohhh myrkrið" og "ætlar hann aldrei að hætta að rigna" vera frasar sem gamalt fólk notar!! En nú stend ég mig að því að tuða og röfla yfir þesu frá morgni til kvölds:) Sko, nú hef ég alltaf verið týpan sem set "fashion before comfort" en ég er alvarlega farin að íhuga að kaupa mér flíspeysu og jafnvel MÆTA Í HENNI Í VINUNNA!!! Á þessum tímapunkti gæti ég meiriaðsegja hugsað mér að setja upp húfu, og finna regnstakk í stíl. argggggg what's wrong with me. Kannski er þetta bara vegna þess að það er búið að rigna lárétt hérna í henni Reykjavík síðan í ágúst. Ekki bara það heldur hefur þessi rigning þvílíkt myrkur í för með sér, maður mætir í vinnuna í myrkri, fer heim í myrkri og bara...MYRKUR!!!
well nóg af þessu tuði og yfir í það næsta...þetta klassíska: Hvenær ætli Mæja verði búin með ritgerðina sína. Díó míó hvað ég er búin að eyða miklum tíma í að nöldra yfir þessu.....hef sennilega eytt meiri tíma í að nöldra og hafa samviskubit yfir því að vera ekki að vinna í henni...heldur en ég hef eytt í raunverulegri vinnu við hana:) Tók samt fína syrpu í gær, er að fara að hitta leiðbeinanda minn í dag, og ég er nú orðin nokkuð viss um að ég geti farið að skila þessu. Svo var ég að tuða við stelpurnar ( aka strumpana) hérna í vinunni um vörnina í gær....var eitthvað að tala um að ég yrði örugglega eini M.sc neminn sem útskrifast með 5.0 úr læknadeild:) Blöndalnum var nóg boðið og sagði ÞAÐ GETUR NÚ BARA EKKI VERIÐ, ÞÚ ERT EKKI BÚIN AÐ TALA UM ANNAÐ EN ÞESSA "##/()%& RITGERÐ Í 2 ÁR, ÞÚ BARA HLÝTUR AÐ ÞEKKJA EFNIÐ ÚT OG INN!! Hi hi þessi elska, henni tekst einhvern veginn alltaf að hressa mig við, og ég er farin að halda að ég nái jafnvel bara 6.
Bóndinn tók upp Grey's anatomy fyrir mig í gær, þessi elska alltaf að passa uppá sína:)
þetta eru þvílíkir snilldarþættir, ég bara dýrka þá og er orðin ástfangin af aulanum þarna...man ekki hvað hann heitir, strákurinnsem var "investigation sponge" í gær....hahhaha ég má ekki hugsa um hann einu sinni þá spring ég úr hlátri.
Well, eins og ég segi, bara nóg að gera þessa dagna, en eitt get ég sagt ykkur að þegar ég verð búin með þessa ritgerð þá stefni ég að:
1. Salsa námskeið
2. Spænsku námskeið
3. Leirpotta gerð
4. Pjónanámskeið
....maður má nú ekki láta sér leiðast:)
OAO
m-ennþá morgunfúl
well nóg af þessu tuði og yfir í það næsta...þetta klassíska: Hvenær ætli Mæja verði búin með ritgerðina sína. Díó míó hvað ég er búin að eyða miklum tíma í að nöldra yfir þessu.....hef sennilega eytt meiri tíma í að nöldra og hafa samviskubit yfir því að vera ekki að vinna í henni...heldur en ég hef eytt í raunverulegri vinnu við hana:) Tók samt fína syrpu í gær, er að fara að hitta leiðbeinanda minn í dag, og ég er nú orðin nokkuð viss um að ég geti farið að skila þessu. Svo var ég að tuða við stelpurnar ( aka strumpana) hérna í vinunni um vörnina í gær....var eitthvað að tala um að ég yrði örugglega eini M.sc neminn sem útskrifast með 5.0 úr læknadeild:) Blöndalnum var nóg boðið og sagði ÞAÐ GETUR NÚ BARA EKKI VERIÐ, ÞÚ ERT EKKI BÚIN AÐ TALA UM ANNAÐ EN ÞESSA "##/()%& RITGERÐ Í 2 ÁR, ÞÚ BARA HLÝTUR AÐ ÞEKKJA EFNIÐ ÚT OG INN!! Hi hi þessi elska, henni tekst einhvern veginn alltaf að hressa mig við, og ég er farin að halda að ég nái jafnvel bara 6.
Bóndinn tók upp Grey's anatomy fyrir mig í gær, þessi elska alltaf að passa uppá sína:)
þetta eru þvílíkir snilldarþættir, ég bara dýrka þá og er orðin ástfangin af aulanum þarna...man ekki hvað hann heitir, strákurinnsem var "investigation sponge" í gær....hahhaha ég má ekki hugsa um hann einu sinni þá spring ég úr hlátri.
Well, eins og ég segi, bara nóg að gera þessa dagna, en eitt get ég sagt ykkur að þegar ég verð búin með þessa ritgerð þá stefni ég að:
1. Salsa námskeið
2. Spænsku námskeið
3. Leirpotta gerð
4. Pjónanámskeið
....maður má nú ekki láta sér leiðast:)
OAO
m-ennþá morgunfúl