My way

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Sunnudags blús

Sit hér og er að fara yfir "loka" yfirferð á !"#%$$ ritgerðinni minni. Ég get svo svarið fyrir það!!!!! Þetta er í alvöru örugglega í 5 sinn sem ég er alveg gjörsamlega sannfærð um að nú sé þetta búið og að leiðbeinandi minn verði ánægð...en nei...apparently er hægt að lagfæra orðalag og allskonar aðra vitleysu hjá mér endalaust. Þetta sökkar svo feitt að ég er alveg að gefast upp á þessu.
Já já ég veit, það þýðir ekkert að væla og þetta FER að verða búið, en það er samt ekkert smá leiðinlegt að þurfa ENDALAUST að vera að stússast í þessu.
Líka glatað að geta sinnt fjölskyldunni um helgar. Maður er í fullri vinnu alla vikuna og ég þarf á þessum tíma að halda til að hlaða batteríin. Er ekkert að segja að mig hafi langað neitt sérstaklega í sund með eiginmanninum og barninu:) en það er sama, ég nenni heldur ekki að sitja hérna alein að pikka inn sömu setningarnar í hundraðasta sinn:(
WELL, þessu fylgir að sjálfsögðu MASSA samviskubit, þannig að það er best að halda áfram, nýta tímann meðan þau eru í burtu .....og fara yfir þetta í síðasta sinn.....damn ég vona að þetta sé í síðasta sinn!!!!!!!!

m-mastersnemi að eilífu