My way

mánudagur, mars 13, 2006

engar skammir????

Jæja það er orðið svo langt síðan að ég hef bloggað að blogg stöllur mínar eru ekki einu sinni að hafa fyrir því að skamma mig:)

well vikan var ekki skemmtileg. Afi sótti veroniku á mánudaginn, fannst hún eitthvað slöpp þannig að hún var mæld og reyndist vera með 39,5°C. Alveg ótrúlegt hvað þetta barn virðist þola hita vel, það er ekki hægt að sjá á henni að hún sé lasin greyjið.
við Smári erum því búin að vinna hálfan daginn alla vikuna á meðan hitt hefur verið heima hjá Nikustelpunni. Aumingja barnið var komið með þvílíkt case af cabin fever að annað eins hefur varla sést, hún grátbað okkur um að hleypa sér á leikskólann.
Samt var henni nú hleypt í leikhús á sunnudaginn með ömmu og afa, þau sáu Ronju Ræningjadóttur og börn og grandparents bar ánægð með sýninguna.

well þessi vika á ekki eftir að verða skemmtilegri því við nú er verið að taka eldhúsið okkar í gegn...já glænýja eldhúsið okkar. galli er í glugganum okkar og allt er orðið rennandi blautt...sko veggurinn. Nú þarf að rífa niður alla innréttinguna og laga....skemmtilegt maður...og við þurfum að setjast upp á mömmu og pabba...sem er nú kannski ekki svo slæmt fyrir okkur..verra fyrir þau:)

Við hjónin brugðum okkur á árshátíð pennanns á laugardaginn, svakalega vel heppnað og maturinn var ÆÐI....mmmmm slefa bara við tilhugsunina.

hmmmm ég held bara að það séu engar fleiri sögur sem ég get sagt....enda frekar pirruð og leiðinleg þessa dagana:)

þangað til næst

m-heppna