My way

föstudagur, apríl 28, 2006

Bíó og löng helgi

hejsan svejsan,

Nú þegar 30ára afmælið mitt nálgast óðfluga er ég obsessed með aldur og hvað mér finnst ég vera orðin gömul. Tökum gærdaginn sem dæmi. Ég spurði Önnu Siggu hvort við ættum ekki að skreppa saman í bíó..jú jú hún var alveg til í það, en Bensi var samt að vinna lengi þannig að við yrðum þá að fara í 10-bíó...úff maður, við eigum eftir að verða þreyttar á föstudaginn segi ég þá....enda yfirleitt farin að huga að því að fara í háttinn á þessum tíma...þá svaraði Anna Sigga "já ég veit, en hey það er löng helgi framundan þannig að við ættum bara að skella okkur"....

WTF????????????????? hversu gamall er maður orðinn ef maður treystir sér ekki í 10-bíó nema það sé löng helgi framundan til að jafna sig...muuuuuuuuuuuuu við hlógum auðvitað eins og pöddur að þessu, en hey maður spyr sig...:)

Fórum á Failure to launch...óþægilega close to home þessi titill maður....launch hjá þessu fyrirtæki okkar er eitthvað sem ekki má fara úrskeiðis, spurjið bara Blöndalinn sem eyðir 70% af vinnutíma sínum á launch fundum:)

...en myndin var bara fín, þið vitið, ute og fyndin eins og allar aðrar rómantískar gamanmyndir...Matthew Makkonahjúf er sko alveg þess virði að vera nær dauða en lífi af þreytu fyrir..jömmmmmí...verst hvað hann er skelfilega lélegur leikari..but who gives a fu*ck..hann var ber að ofan í einu atriði ííííííhaaaaa:)

Löng helgi framundan eins og kom fram að ofan. Ætla að reyna að slaka á og safna kröftum fyrir NY um næstu helgi. Fer í klippingu á morgun og er alveg harðákveðin í því að fá mér einhverja fönkí klippingu....þannig að ég líti amk ekki út fyrir að vera 30:)

well, that's it for now folks, góða helgi

m-í midlife crisis