My way

mánudagur, apríl 24, 2006

Heima er best

Daginn,

Nikustelpan mín er lasin þannig að ég er heima í dag. Það er nú svosem ekki mikið mál þar sem ég næ að vinna aðeins í gegnum tölvuna.
Samt svo SVAKALEGA skrýtið að vera ekki með samviskubit!!! Ég get svarið það, ég held að ég hafi endanlega truflast eftir að ég skilaði ritgerðinni...finn bara ekki sjálfa mig..hahhahahah ok ok smá drama, en þetta er samt ferlega skrýtið.

Helgin var rosa fín. Kíktum á Sjonna og Beggu á föstudeginum, alltaf jafn gaman að hitta þau, við vorum sko komin á kaf í áhugaverðar samfélagsumræður þegar Smári fékk skynsemiskast og ákvað að draga kelluna með sér heim heim....enda klukkan orðin 3:)
Morguninn eftir mættum við Veronika galvaskar í Mosfellsbæinn í dýrindis kaffiboð hjá Aldísi. Annsý og Lilja komu líka með krakkana sína...very very næs...við sátum bara og drukkum kaffi á meðan börnin léku sér.
Við Smári nýttum svo tímann á meðan Veronikus var í afmæli að reyna að þétta sturtuklefann okkar.....god damn it það lekur bara allt sem er í kringum mig....líka vínglösin maður:)....en við náðum engum árangri..helv*tið lekur enn:(
Annsý og Bensi kíktu svo á okkur um kvöldið og við grilluðum saman, fyrsta sinn sem við grillum hérna...geggjað að hafa svalirnar maður og verður ennþá betra þegar pallurinn verður kmominn. Stelpurnar voru orðnar lúnar uppúr 9 og þá fóru þau heim.

Sunnudagurin var leti dagur aldarinnar, við lágum öll 3 uppí hjónarúmi til klukkan að verða 3 bara.....og þá vorum við orðin allt of sein í fermingaveisluna hennar Selmu...náðum samt að mæta á "fashionably late" tíma.

Svo byrjar þessi vika nú ekkert allt of vel með veikindum stelpunnar, en hún nær sér vonandi sem fyrst.

Næsta vika er svo aftur stutt, frí á mánudaginn og svo fljúgum við til NY á fimmtudag...YEAH BABY

OAO
m-crazy mofo sem nær ekki að slaka á