My way

miðvikudagur, júlí 05, 2006

svefn og forseti Bandaríkjanna

einvherntímann heyrði ég það að forseti Bandaríkjanna væri þjálfaður upp í að þurfa bara 4 tíma svefn á nóttu. Ég hef alltaf verið mjög stolt af því að vera næstum eins og þeir, hef aldrei þurft að sofa nema 5-7 tíma og verið góð...

....sú var tíðin maður:) Nú er þannig komið fyrir mér að ég get ekki fyrir mitt litla líf farið á fætur á morgnanna...bara alls ekki. Ég er samt ekkert að fara neitt sérlega seint að sofa, bara í kringum 11 eða 12.
Úff held að þetta séu ellimerki, svei mér þá. Gæti reyndar líka verið að ég er orðin býsna lang-þreytt. Búið að vera sækó mikið að gera og það er sko löööngu kominn tími á frí:)

Að öðru, á mánudaginn komu hressir iðnaðarmenn til okkar til að setja upp nýju eldhúsinnréttinguna okkar (hin skemmdist í flóðinu mikla, þið munið).
Well, allt gekk vel...þangað til að í ljós kom að borðplatan passaði ekki. Hmmm ekki mikið mál..ég bjallaði bara í Bræðurna Ormsson og bað um nýja...alveg sjálfsagt, nema hvað að verksmiðjan í Danmörku er farin í frí þannig að ég gæti fengið borðplötuna í SEPTEMBER!!!!!!
!¨"#$%&/() ég er orðin FREKAR þreytt á þessu ástandi maður, það er alltaf eitthvað sem klikkar, það er eins og það sé bara lögmál frekar en undantekning.

Oh well, við skelltum bara gömlu upp og bíður þolinmóð fram í September:)


....er bara orðin pirruð af að skrifa þetta allt þannig að ég ætla að hætta og láta mig dreyma um vikuna okkar í Portúgal.....jeremías hvað ég hlakka til að fara....ætla að byrja daginn á góðu nuddi, fara svo í morgunmat og sleikja svo sólina þar til hún sest...ahhhhhhh það verður ÆÐI.

OAO
m-þreytti kallinn