My way

mánudagur, október 09, 2006

rólegheit og stuð

Jæja helgin var góð blanda af rólegheitum og stuði.
Við Nikan vorum bara þreyttar á föstudagskvöldi og rotuðumst báðar í sófanum...ferlega kósy hjá okkur.

Á laugardaginn fórum við í morgunkaffi í Haukshúsum ( hjá félaginu hennar mömmu:)). Nikan mín fór svo til ömmu og afa þvi mamma þurfti að fara á fund.
Við drógum svo ömmu með okkur á laugarveginn þar sem ég skipti útskriftargjöfinni frá ömmu, afa og Hönnu..fékk mér svakalega fallegan silfur hring. Nikan græddi líka, amma gaf henni "demanta" hello kitty hálsmen:)
Svo fórum við og fengum okkur pasta og súpu á Italíu..mmmmm æðislega gott.

Ég fór svo í svakalega skemmtilegt partý um kvöldið. Aldís varð þrítug og það er óhætt að segja að það hafi verið stemmning, gítarspil og söngur..gerist ekki betra.
Sunnudagurinn var baaaara rólegur, við dúlluðum okkur bara heima, ég lá bara fyrir framan sjónvarpið en Veronika var í stórframkvæmdum að byggja kastala úr stólum og sængum. Kíktum svo í lasagne til ömmu um kvöldið og svo fengum við pabba heim!!! Veiiii vorum farnar að sakna hans ansi mikið.

Síðasta heila vinnuvikan mín áður en ég fer til USA....úff er farin að hlakka verulega mikið til.

tc
OAO
m-rólegi kallinn