My way

mánudagur, október 02, 2006

Rólegheit

góðan daginn everíwon,

Ahhhh alltaf gott að mæta á mánudögum og hafa ekki skandaliserað neitt um helgina:)
Við vorum áttum very very cosy family-helgi.
Fórum snemma að sofa á föstudaginn og Nikustelpan vaknaði 8,30 á laugardagsmorgun!!!!!!!!!! Sem betur fer er hún orðin fær um að kveikja á sjónvarpinu sjálf:) Við Smári fórum reyndar á fætur sljótlega á eftir það. Eiginmaðurinn steikti amerískar pönnukökur handa okkur sem við dömurnar erum svo hrifnar af:)
Eftir morgunmat skriðum við bara aftur upp í rúm með blöðin..og steinsofnuðum. Sváfum framyfir hádegi bara:)
Svo var farið í verslunarleiðangur, keyptum kuldagalla á skvísuna og hitt og þetta á pabba. Enduðum á Friday's þar sem við fengum okkur dýrindis qusedillas..mmmmmm.
Lágum svo eins og klessur fyrir framan Stevie þar til við sofnuðum..snemma...ekkert gert nema sofið greinilega:)

Á sunnudeginum vaknaði skottan í svaka stuði og kallaði á ma og pa í morgun mat um hálf ellefu. þessi dúlla var búin að leggja á borð, afganginn af pönnukökunum, búin að sprauta rjóma yfir allt saman og svo voru nokkrar saltstangir til hliðanna ( til að skreyta sagði hún) og með þessu fengu allir ískalda mjólk..hahahhaha girnilegur morgunmatur eða hitt þó heldur.
Svo var brunað til ömmu og við fórum með henni og amo og helgu á Þingvelli...ÆÐISLEG ferð, haustlitirnir fallegir og allir í svaka fínu formi. Settumst eftir labbið og fengum okkur pikknikk úti í geggjuðu veðri. Endilega kíkjið á myndir á heimasíðunni hennar Niku minnar.
Enduðum svo í mat hjá ömmu og afa, dýrindis læri smellt á grillið..æði pæði.

Svo var farið heim að sofa...hahahahah

sem sagt yndisleg helgi í faðmi fjöldkyldunnar, en nú tekur vikan við...finnst að það eigi pottþétt að lengja helgarnar í 3 daga!!!!!!!!!!


OAO
m-lati kallinn