My way

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

ég er þrumufræðingur.....

Eiginmaðurinn á það til að vera hálf leiðinlegur úti eiginkonuna:) Honum finnst alveg hilarious að ég skuli vera líffræðingur en þekki ekki klaufdýr frá hófdýri:)
Alltaf þegar Veronika spyr að einhverju þá svarar hann "spurðu mömmu þína, hún er líffræðingur"..og svo hlær hann eins og padda:)

Kvöld eitt í síðustu viku sátum við að snæðingi:

vhs: mamma er það ekki rétt hjá mér að þú sért líffræðingur?
ma: Jú það er alveg rétt elskan
pa: hihihihihihihh ( innskot: pa fékk mjög ljótt augnarráð frá ma, basically þegiðiu nú einu sinni).
vhs: já mig minnti það....og það er þessvegna sem þú ert svona klár er það ekki?????
pa: sturlast úr hlátri
ma: ha nei nei elskan, það er útaf því að...sko, hmmmmm, öhhhhhhh
vhs: hvað gera líffræðingar mamma?
ma: ja sko...hmmm, það eru til dýralíffræðingar og svo eru frumulíffræðingar eins og mamma
vhs: já ok.......

á leðinni heim í gær:
vhs: Mamma, ég held að ég hafi skrökvað að leikskólanum mínum í gær...
ma: Nú hvurslags er þetta, hvað sagðiru?
vhs: Að þú værir svona klár útaf því að þú værir dýralíffræðingur
ma: hi hi það er allt í lagi elskan..ekki hafa áhyggjur af því.
vhs: ég segi þeim bara á morgun að þú sért ekki dýralíffræðingur heldur ÞRUMULÍFFRÆÐINGUR....hahahhahahha

æi þessi elska, hún er svo mikið að spá og spögulera:)

annars erum við bara very very busy þessa dagana, allt á fullu allstaðar til að klára allt fyrir jólin.

get ekki beðið eftir að komast í bústað um helgina með PAN klúbbnum, verður örugglega massa fjör:)

OAO
m-þrumukona