Kominn tími til
Hæ,
Maja var að skamma mig fyrir að hafa ekkert bloggað, ég skil hana, ég þoli ekki þegar fólk bloggar ekki. maður kemur í vinnuna, eldsnemma þegar ennþá er dimmt, er með rjúkandi kaffibolla, sest niður til að lesa mbl og blog...en nei enginn búinn að blogga neitt......óþolandi.
Ég er farin að lesa bloggið hans Sigmars daglega, mér finnst það alveg hreint með eindæmum skemmtilegt. Hann er svo involveraður í daglega lífið.....enda óeðlilegt ef maður í hans stöðu væri það ekki:)
Ég vildi að ég væri góður penni, mér finnst svo skemmtilegt að lesa góðan texta. Bækur eru mínar ær og kýr eins og þeir vita sem þekkja mig.
Mig langar til að skrifa bók, en ég veit að ég hef ekki þolinmæðina, hugmundarflugið né tímann til þess (ekki ennþá en það breytist allt þegar við eiginmaðurinn kaupum litla kotið í Frakklandi og setjumst niður með börnunum 5, drekkum gott rauðvín, erum bæði klædd í hvít hör föt og horfumst aðeins í augu og brosum áður en við byrjum á sitthvorri bókinni)...
...hmmm hvert var ég komin, já alveg rétt skrifa góðan texta. Mér finnst sjónvarpsbloggið hennar Maju t.d alveg ógeðslega skemmtilegt. Mér finnst óheppnis-bloggið hennar Sigrúnar Súru alveg brill líka.
Foreldrar mínir skilja ekki conceptið um blog...þau hypeventilera þegar ég segi þeim frá einhverju skemmtilegu sem ég hef bloggað um...þeim finnst maður vera að opna sig óþarflega mikið fyrir umheiminum og pabbi er ekki frá því að FBI fylgist vel með blogspot!!!!!!!!!
jæja aðeins búin að rugla í dag, verð að fara að vinna, nenni því ekki..kannski að ég leyfi mér 15 sekúndur í viðbót til að láta mér dreyma um kotið okkar í Frakklandi...:)
OAO
m-væmni og þreytti kallinn.
Maja var að skamma mig fyrir að hafa ekkert bloggað, ég skil hana, ég þoli ekki þegar fólk bloggar ekki. maður kemur í vinnuna, eldsnemma þegar ennþá er dimmt, er með rjúkandi kaffibolla, sest niður til að lesa mbl og blog...en nei enginn búinn að blogga neitt......óþolandi.
Ég er farin að lesa bloggið hans Sigmars daglega, mér finnst það alveg hreint með eindæmum skemmtilegt. Hann er svo involveraður í daglega lífið.....enda óeðlilegt ef maður í hans stöðu væri það ekki:)
Ég vildi að ég væri góður penni, mér finnst svo skemmtilegt að lesa góðan texta. Bækur eru mínar ær og kýr eins og þeir vita sem þekkja mig.
Mig langar til að skrifa bók, en ég veit að ég hef ekki þolinmæðina, hugmundarflugið né tímann til þess (ekki ennþá en það breytist allt þegar við eiginmaðurinn kaupum litla kotið í Frakklandi og setjumst niður með börnunum 5, drekkum gott rauðvín, erum bæði klædd í hvít hör föt og horfumst aðeins í augu og brosum áður en við byrjum á sitthvorri bókinni)...
...hmmm hvert var ég komin, já alveg rétt skrifa góðan texta. Mér finnst sjónvarpsbloggið hennar Maju t.d alveg ógeðslega skemmtilegt. Mér finnst óheppnis-bloggið hennar Sigrúnar Súru alveg brill líka.
Foreldrar mínir skilja ekki conceptið um blog...þau hypeventilera þegar ég segi þeim frá einhverju skemmtilegu sem ég hef bloggað um...þeim finnst maður vera að opna sig óþarflega mikið fyrir umheiminum og pabbi er ekki frá því að FBI fylgist vel með blogspot!!!!!!!!!
jæja aðeins búin að rugla í dag, verð að fara að vinna, nenni því ekki..kannski að ég leyfi mér 15 sekúndur í viðbót til að láta mér dreyma um kotið okkar í Frakklandi...:)
OAO
m-væmni og þreytti kallinn.