My way

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Pælingar....

Maja vinkona er með link á fullt fullt af fólki á blogginu sínu. Þar sem síðurnar eru ekki læstar ákvað ég að það væri leyfilegt að kíkja á þessar síður. Í dag fór ég á eina slíka( í staðinn fyrir að sinna vinunni sem ég er að drukkna í) og las áhugaverðan pistil um fordóma...

Ætla að segja mína skoðun á því ( hi hi ég alltaf að steka topics frá öðru fólki).

Algengar setningar varðandi fordóma eru t.d "ég er ekki með fordóma fyrir neinu nema kannski...." og " fordómar spretta af fáfræði".
Ég er ekki viss um að ég sé sammála þessu.

Mér finnst fólk í farið að overanalyzera í dag. Það er til nafn yfir allt, það heitir ekkert lengur nema það sé til skammstöfun yfir það....nægir að nefna dæmið sem allir þekkja með "óþekk börn" v.s "ofvirk börn". Um leið og ég skrifa þetta ætlaði ég að setja innan sviga að það sé nú ekki endilega mín skoðun að ofvirk börn séu ofgreind upp til hópa í dag.......þetta fer líka aðeins í pirrurnar á mér, það eru allir farnir að slá varnagla við allt sem þeir segja...maður þorir ekki að segja neitt orðið.

jæja pointið með þessu er að mér finnst fólk over analyzera, það á líka við um fordóma.
Ef maður dirfist að vera ekki á sömu skoðun og síðasi ræðumaður, þá er maður með fordóma!
Ef maður gerir góðlátlegt grín af einhverjum eða einhverju er maður með fordóma.
Ef maður vill ekki prófa eitthvað nýtt er maður með fordóma....svona mætti lengi telja.

Finnst ykkur ekki eins og fólk sé farið að taka hlutunum aðeins of alvarlega?????

Ég ætla að vera hugrökk og viðurkenna að ég er haldin fordómum.... ( er ekki að tala um dverga fóbíuna María Blöndal....það er fóbía og ekkert til að gera grín að...muahhahahhaha).

.....sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum!!!!!! ( JÆKS, ég er farin að vitna í bíblíuna..hahaha)

OAO
m-á alvarlegu nótunum