My way

miðvikudagur, desember 13, 2006

Coke light er málið

Bestu viðbrögð sem ég hef fengið við bloggfærslu var þegar við nöfnurnar vorum í einhverjum hugleiðinum um hvort við vorum orðnar gamlar og búnar að missa tötsið...eða the Mojo eins og Austin Powers segir:)
Commentunum rigndi inn...allt í sama anda...þið eruð svo fallegar að INNAN að það skiptir ekki máli. Ok allt í lagi, en við fengum nú samt stðfestingu á því um daginn að við erum sko aldeilis ekki búnar að missa Mojoið.

Þannig var að við vorum í föstudagskaffi einn sólríkan föstudag ( kannski var skítaveður, en í minnungunni var allavega sól og heiðskýrt). Það var stelpa með okkur sem er ný byrjuð í deildinni okkar ( kom úr anarri deild) sem sagði okkur að það væri rumour um að í þessarri deild væru ekkert nema pæjur!!!! Það fylgdi svo sögunni að gaurarnir á Fiskistofu ( sem er hérna hinumegin við ganginn) væru alveg að misa sig yfir Actavis skvísunum.
þar sem við Majurnar vorum með frekar brotið ego síðan síðast þá datt okkur ekki í hug að átt væri við okkur....ekki fyrr en þessi brilliant setning kom:

"Ekki nóg með að þetta eru mega pæjur þá drekka þær allar Coke light í gleri og það klingir svo skemmtilega í þeim þegar þær svífa upp stigana með 7 flöskur á mann í poka"

HALLELÚLJA!!!!!!!!!!!

Það er sko ekki um að villast...það var verið að tala um okkur!!!!! Við erum einu skvísurnar sem förum sér ferð í Fjarðó til að kaupa Coke ligt í gleri-opna hana takk

VEIIIIIIIIIIII VIÐ ERUM PÆJUR:)

Við hlustuðum hinsvegar ekkert á að þetta þætti nú með eindæmum halló að vera svona snobbaður að drekka eingöngu gos úr gleri...við heyrðum bara þessa fallegu setningu að ofan.

GOD BLESS you fiskistofu gaurar!!!!!!!!!!!!


oao
M-Coke light fíkill með standard