My way

mánudagur, desember 11, 2006

Hædelídúdelí

Well, kominn tími á nýtt blogg. Veit samt ekkert hvað ég á að blogga um því allt sem gerist í mínu lífi gerist líka í lífi Blöndalsins og hún er alltaf búin að blogga um það á undan mér:)
Þið getið lesið allt um þrælskemmtilegt jólahlaðborð sem við fórum á á blogginu hennar:)

Má samt til með að minnast aðeins á föndrið sem var á undan. Dagskráin sagði að við ættum að föndra frá 16-18 ( þá átti jólahalaðborðið að byrja).
Föndrið var svona:
1. Náið ykkur í tilbúna poka hérna á borðinu
2. Opnið kúluna sem þið náðum í á borðinu
3. Komið öllu draslinu fyrir inní kúlunni ( draslið var tilbúið í poka)
4. Lokið kúlunni með lími ( hahaha voru samt sumir sem réðu ekki alveg við það).

Þrátt fyrir að mikill metnaður var lagður í að gera fallegar jólakúlur á mínu borði þá var klukkan 16.17 þegar föndrið var búið:)

Ég vandaði mig brjálæðislega mikið við mína kúlu. Ég föndraði nefnilega glasamottur hér um árið....úr mósaík. Ég var ofur stolt af glasmottunum mínum og rétti fólki meistaraverk mín með bros á vör........alveg þangað til ónefndur maður sagði VÁÁÁÁÁ Hvað þetta er flott hjá stelpunni, hún verður listamaður.......WTF???????? Veronika var sem sagt 2 ára gömul þegar þetta var og kallinn hélt að barnið hefði gert þetta en ekki handlagna húsmóðirin:)
Glasamottunum var hent, og ég hef ekki treyst mér í föndur síðan.

Nikukrílið mitt var samt massa ánægð með jólakúluna mína. Stakk uppá að við mundum gefa fóstrunum á leikskólanum hana í jólagjöf...hahahhah ég var ekki alveg að samþykja það.

jæja ég er hætt að föndra fyrir jólin, ætla að halda mig við jólaglöggið bara.


föndurkveðjur
m-handlagna