My way

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Dagamunur

Fimmtudagar: Mér finnst fimmtudagar skemmtilegir. Þetta er dagurinn á undan föstudeginum:) Oft geri ég mér dagamun á fimmtudögum, leigji góða mynd, opna rauðvín, vaki aðeins lengur ( sem kemur svo í bakið á manni á föstudögum). Í denn fór ég oft á kaffihús á fimmtudögum...hætti því þegar ég sá að það er vonlaust að mæta þunnur í vinnu hvern föstudag, þetta var meira svona þegar maður var í skóla.

Föstudagar:
Frábær dagur, byrjunin á helginni. Samt eru föstudagar oft skrýtnir, mér finnst eins og þeir eigi að vera fljótir að líða, en oft er ég farin að líta á klukkuna um 3 leytið. Svo er ég oft þreytt á föstudögum ( eftir að hafa vakið lengur á fimmtudegi:)) og sofna snemma. mér finnst þó skemmtilegra að djamma á föstudögum því þá á maður alla helgina eftir....til að jafna sig:)

Laugardagar: Uppáhalds dagarniri mínir!!! Þetta eru fjölskyldudagar! Við förum oft í bæinn, förum í brunch, kíkjum í bókabúðir ( furðulegt ég veit, en okkur finnst það æði), förum í bíó eða eitthvað sem okkur finnst skemmtilegt að gera saman. Laugardagskvöld eru yfirleitt kósý kvöld....allir í náttfötum með popp og kók að horfa á Sjobbann.

Sunnudagar: Fyrriparturinn er æði...en mér hefur alltaf þótt sunnudagskvöld frekar leiðinleg. Ég fer að hugsa um komandi viku og fer allt í einu að taka eftir þvottahrúgunni sem ég labbaði framhjá með bros á vör á laugardeginum:)

Í dag er fimmtudagur og hann lofar góðu, er að hugsa um að krassa heimilisfriðinn í Básbryggjunni og horfa á leikinn með Gunna og Maju, er nefnilega kalla-laus í dag.
Á morgun er Kick off fundur í vinunni, hádegismatur-fundur-kokteilboð....LOVE IT. Við ætlum að kíkja í keilu eftir það, ætti að vera brill eins og venjulega þegar maður lyftir sér upp með crazy vinnufélögunum:)

Ekkert planað um helgina, ætli við reynum ekki að slaka á bara.......ahhhhh er þegar farin að hlakka til.


góðar stundir
m-dagaspekingur