My way

þriðjudagur, janúar 23, 2007

ÁFRAM ÍSLAND

Átti mjög skmmtilegt samtal við nöfnu mína í gær þegar við vorum að fara heim úr vinunni. Við vorum báðar mjög spenntar fyrir leiknum, en vorum með gjörólíkt viðhort. Maja var sannfærð um að við mundum massa þetta. Hafði tröllatrú á strákunum okkar....hún var eiginlega að kafna úr jákvæðni...ég var hinsvegar alveg 100% viss um að strákarnir mundu tapa, og það STÓRT...eiginlega að kafna úr neikvæðni:)
Eins gott að strákarnir okkar ( elska að segja þetta) voru sammála Maju um að það væri alveg séns að vinna Frakkana, og það STÓRT:)

Við famelían settumst niður með kvöldmatinn fyrir framan sjobbann og stemmningin var rosalega, Nikustelpan klappaði og hvatti alla áfram, foreldra sem leikmenn:) Þegar foreldrarnir voru svo orðin grimmdin ein útí Frakkana fannst henni nóg komið og sagði að henni þætti nú lang best ef bæði liðin gætu bara unnið.....held að hún sé skyld Blöndalnum...alltaf svo jákvæð og sanngjörn:)

get ekki beðið eftir næsta leik!!!!


Sá svo fyndna frétt á mbl.is í morgun, varð að deila henni með ykkar. Fréttin fjallar um fjallgöngumann sem fær ársstyrk frá einvhrjum fyrirtækjum...svaka frétt, mér fannst þetta ekkert merkilegt þar til ég sá nafnið á honum.....JÖKULL BERGMANN.....muhahahhahhahah þetta er agalegt maður....að vera að fjallgöngumaður og heita Bergmann er nógu slæmt, en að bæta við Jökull er bara ferlegt:)
Þetta er eins og ég mundi heita..öhhhh..hmmmmm Tafla Pillumann....nei frekar Parkódín Íbúfenmann......OK, OK það er ekki hægt að heita fyndnu lyfjanafni:)

back to business
m-Maria Champagne....það er cool