My way

mánudagur, janúar 22, 2007

Helgarfréttir

Heil og sæl:)

Jæja þá er mánudagur á ný. Ég er í bjartsýniskasti því í fyrsta sinn i langan tíma hefur mér tekist að mæta á þeim tíma sem ég hef ætlað mér á morgnanna. Sjæse hvað ég er búin að vera í miklum erfiðleikum með að vakna á morgnanna...held að þetta sé enn eitt lúmskt merki um að maður sé farinn að eldast pínupons. í denn hló maður að fólki sem nöldraði stöðugt um skammdegið og erfiðleika tengdu því.....og nú er maður bara orðin einn af þeim.....sad, so very very sad.


En hey, aftur í bjartsýniskastið:)
Helgin var unaðsleg, eins og flestar aðrar.

Við fórum á frumsýningu á Foreldrum...eða þið vitið myndina sem heitr Foreldrar...hi hi. Myndin var faktískt mjög góð, svolítið depressing ( eins og íslenskar myndir eru oft) en leikurinn og söguþráðurinn var frábær. Nikustelpan var hjá ömmu sinni á meðan og það var ákveðið að lofa henni að sofa hjá þeim. Við skötuhjúin kíktum því í kaffi til Beggu og Sjonna og kjöftuðum og kjöftuðum og kjöftuðum...merkilegt hvað okkur Beggu tekst alltaf að leysa lífsgátuna í hvert sinn sem við hittumst:)

Eiginmaður og dóttir skelltu sér svo í sund á laugardagsmorgninum og ég leit við niðrí vinnu. Amo og Helga buðu okkur svo í kaffi og köku...mmmm Helga fékk svona Mulinex ( eða hvað það nú heitir) vél í jólagjöf og við hin í famelíunni græðum allsvakalega á því, alltaf verið að bjóða manni í nýbakaðar kökur:)

Fórum svo i bíó á sunnudaginn, sáum Artúr og Minimóarnir....ferlega skemmtileg mynd, mæli með henni...Nikustelpan okkar með músarhjartað var nú pínu hrædd á köflum og heimtaði að við mundum færa okkur aðeins ofar, því þá mundi henni ekki bregða eins mikið þegar tónlistin hækkar.....eftir allmargar misheppnaðar tilraunir móðurinnar til að útskýra surround system var ákveðið að haldast bara í hendur þegar lætin voru:)

Jæja, best að fara að gera eitthvað, hlýtur að fylgja ómæld vinnu-orka í þessu nýfengna bjatsýniskasti:)

adios amigos
m-jollí gúdd mondei fíling