My way

mánudagur, janúar 08, 2007

Noj Noj bara ný færsla hjá kellingunni á nesinu

Held að það hafi aldrei liðið jafn langt á milli blogga hjá mér. Maður mundi halda að þessi færsla yrði krassandi frásögn af lífi útivinnandi húsfrúar á nesinu....en ég hef bara ekkert að segja. Það er þó rétt að staldra við og líta yfir farinn veg á nýju ári...( tóku þið eftir þessu, er farin að æfi mig í að halda ármamótaræðuna þegar ég verð forsetisráðherra).

Árið 2006 var gott, heilsan hefði mátt vera betri, en við höfum hvort annað..muahhahahah eins og í gömlu lottó auglýsingunum muniði???

Jólin 2006 voru súper. Hanna kom heim eins og venjulega og við tjilluðum vel saman, alltaf æði að fá hana en hræðilegt að kveðja hana.

Fór til læknis á milli jóla og nýárs útaf bakinu, er komin með stórt brjósklos á sama stað og síðast...kom mér ekki á óvart enda er ég búin að vera svo skelfilega slæm. Það sem kom mér á óvart var hinsvegar að það á ekki að gera neitt við þessu. Læknar töldu að fyrst að ég væri orðin svona slæm aftur ári eftir fyrri aðgerð þá væri ekki ráð að skera mig aftur....ég fékk taugaáfall, enda búin að búa mig andlega undir að þurfa að leggjast undir hnífinn aftur...jafnvel farin að sjá fyrir mér að geta gengið almennilega aftur. Svo fékk ég aftur taugaáfall þegar meðferðin var nefnd....sleppa sjúkraþjálfun og bak-beltinu ( sem heldur mér basically saman) og fara í GÖNGUTÚRA......öhhhhhh svona fyrir utan það að ég hef óbeit á hversskonar óþarfa hreyfingu þá get ég bara varla gengið hvað þá farið í alvöru göngutúr......dæs og væl. ó well ég verð víst að fara eftir þessu..þannig að ef þið sjáið konu í rauðri úlpu sem gengur eins og krypplingur ( í bleikum strigaskóm við)....ekki hringja á heilbrigðiseftirlitið, þetta er bara ég:)


OK, nú ætla ég ekki að blogga meira um bakið á mér, fyrsta og síðasta væl ársins 2007!!!!!

Framundan er brúkaup Maju og Gunna, ég get ekki beðið, hef það sterkt á tilfinningunni að þetta verði partý ársins:)

Jæja held að ég láti þetta duga.

áramótakveðja,
m