Fullt af fréttum....
Jæja, það er nú ekki eins og maður sé búinn að vera í miklu blogg stuði í sumar, og einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að það komi ekki til með að breytast mikið á næstunni.
Þó finnst mér gaman að geta gert ýmislegt opinbert hér og nú, enda margt og mikið sem er að frétta af okkur á nesinu.
Við eigum til að byrja með von á öðru barni!!! Við erum auðvitað alveg í skýjunum yfir viðbótinni, öll þrjú. Svo er ég að fara að skipta um vinnu líka, er að fara að vinna hjá Vistor, í skráningunum þar.
...þegar ég fer að hugsa út í þetta þá held ég að allir þeir 4 sem lesa þetta blogg hafi vitað að ég ætti von á mér í um 2,5 mánuð og að ég væri að fara til Vistor álíka lengi...oh well, allavega afsökun til að blogga:)
Sumarið var yndislegt..ohhhhh ég trúi því varla að það sé búið, en tryllist jafnframt af gleði við tilhugsunina um að næsta sumar verður FAB, ég verð heima allt sumarið með barninu og Veroniku skólastelpu.
Við fórum til Lanzarote í Júlí og ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir ákveðnum vonbrigðum með þann stað. Var búin að heyra svo svakalegar sögur af lúxusnum þarna, en ekki urðum við vör við hann. Massa léleg þjónusta á öllum veitingastöðunum og sundlaugarnar ekkert betri þarna en annarsstaðar.
Texas og Vegas voru hinsvegar ÆÐI. Það er alltaf jafn gott og gaman að koma til Hönnu systur, þrátt fyrir að ferðalagið sé frekar langt. Við lágum við laugina og kíktum á söfn og borðuðum góðan mat...alveg eins og gott frí á að vera. Svo var haldið til VEGAS BABY...það get ég sagt ykkur að Það verða allir að fara einu sinni til Vegas áður en þeir deyja!!!!!!!
Allt sem þið hafið heyrt um Vegas er satt:) Súrefni er dælt inn í spilavítin til að fólk haldist vakandi, enda hresstist maður allsvakalega við að koma þar inn eftir göngutúra á the Strip. Engar klukkur eru í spilavítunum og engir gluggar...það er enginn munur á dag og nótt. það var frekar skrýtið að koma röltandi með stýrurnar í augunum í morgunmat og sjá þá fleiri tugi manns vera að spila með gin og tonic í annarri og sígó í hinni....bara skrýtið...en einhvern vegin held ég að þegar ég fer aftur til Vegas ( ekki ólétt, barnlaus og með fullt af vinum mínum með mér) þá megi finna mig við rúlettuborðið á morgunverðartíma:)
Ég stóð mig frábærlega við fjárhættuspilin, fékk andarteppu bara við að koma nálægt póker borðunum....spilaði þó einu snni í svona slot machine....fyrir 10$ og stóð upp og hætti þegar ég var búin að tapa 30 centum..muhahhahahaha ég er ekki mikið fyrir svona áhættu greinilega:)
Hanna og Smári tóku smá syrpu í rúllettu...sagan segir að Hanna hafi unnið fleiri hundruð dollara og að Smári hafi tapað öllu nema kúrekahattinum sem hann var með...en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, enda vorum við mæðgurnar steinsofandi uppá herbergi:)
Nú er haustið komið og með því kom loksins pallurin okkar.....besta sumar í sögu Íslands og við fáum pallinn þegar amazon tímabilið tekur við...týpískt!!!!!!! Sjón er samt sögu ríkari og við bjóðum hér með öllum að kíkja við og sjá þetta undur...hann er frekar stór, en ég held að við verðum ekki í vandræðum með að nýta plássið:)
What else...hmmm mér dettur ekkert annað í hug.
Ég verð vonandi duglegri við að blogga og hef þannig keðjuverkandi áhrif á nöfnu mína til að herða sig líka...ég sakna þess að geta ekki lesið ruglið í henni á morgnanna...Anna Lea er sú eina sem er að standa sig í blogginu:)
until later..
m-preggy
Þó finnst mér gaman að geta gert ýmislegt opinbert hér og nú, enda margt og mikið sem er að frétta af okkur á nesinu.
Við eigum til að byrja með von á öðru barni!!! Við erum auðvitað alveg í skýjunum yfir viðbótinni, öll þrjú. Svo er ég að fara að skipta um vinnu líka, er að fara að vinna hjá Vistor, í skráningunum þar.
...þegar ég fer að hugsa út í þetta þá held ég að allir þeir 4 sem lesa þetta blogg hafi vitað að ég ætti von á mér í um 2,5 mánuð og að ég væri að fara til Vistor álíka lengi...oh well, allavega afsökun til að blogga:)
Sumarið var yndislegt..ohhhhh ég trúi því varla að það sé búið, en tryllist jafnframt af gleði við tilhugsunina um að næsta sumar verður FAB, ég verð heima allt sumarið með barninu og Veroniku skólastelpu.
Við fórum til Lanzarote í Júlí og ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir ákveðnum vonbrigðum með þann stað. Var búin að heyra svo svakalegar sögur af lúxusnum þarna, en ekki urðum við vör við hann. Massa léleg þjónusta á öllum veitingastöðunum og sundlaugarnar ekkert betri þarna en annarsstaðar.
Texas og Vegas voru hinsvegar ÆÐI. Það er alltaf jafn gott og gaman að koma til Hönnu systur, þrátt fyrir að ferðalagið sé frekar langt. Við lágum við laugina og kíktum á söfn og borðuðum góðan mat...alveg eins og gott frí á að vera. Svo var haldið til VEGAS BABY...það get ég sagt ykkur að Það verða allir að fara einu sinni til Vegas áður en þeir deyja!!!!!!!
Allt sem þið hafið heyrt um Vegas er satt:) Súrefni er dælt inn í spilavítin til að fólk haldist vakandi, enda hresstist maður allsvakalega við að koma þar inn eftir göngutúra á the Strip. Engar klukkur eru í spilavítunum og engir gluggar...það er enginn munur á dag og nótt. það var frekar skrýtið að koma röltandi með stýrurnar í augunum í morgunmat og sjá þá fleiri tugi manns vera að spila með gin og tonic í annarri og sígó í hinni....bara skrýtið...en einhvern vegin held ég að þegar ég fer aftur til Vegas ( ekki ólétt, barnlaus og með fullt af vinum mínum með mér) þá megi finna mig við rúlettuborðið á morgunverðartíma:)
Ég stóð mig frábærlega við fjárhættuspilin, fékk andarteppu bara við að koma nálægt póker borðunum....spilaði þó einu snni í svona slot machine....fyrir 10$ og stóð upp og hætti þegar ég var búin að tapa 30 centum..muhahhahahaha ég er ekki mikið fyrir svona áhættu greinilega:)
Hanna og Smári tóku smá syrpu í rúllettu...sagan segir að Hanna hafi unnið fleiri hundruð dollara og að Smári hafi tapað öllu nema kúrekahattinum sem hann var með...en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, enda vorum við mæðgurnar steinsofandi uppá herbergi:)
Nú er haustið komið og með því kom loksins pallurin okkar.....besta sumar í sögu Íslands og við fáum pallinn þegar amazon tímabilið tekur við...týpískt!!!!!!! Sjón er samt sögu ríkari og við bjóðum hér með öllum að kíkja við og sjá þetta undur...hann er frekar stór, en ég held að við verðum ekki í vandræðum með að nýta plássið:)
What else...hmmm mér dettur ekkert annað í hug.
Ég verð vonandi duglegri við að blogga og hef þannig keðjuverkandi áhrif á nöfnu mína til að herða sig líka...ég sakna þess að geta ekki lesið ruglið í henni á morgnanna...Anna Lea er sú eina sem er að standa sig í blogginu:)
until later..
m-preggy