My way

mánudagur, september 10, 2007

Helgin og vikan

hellú pípól
Helgin var fín, ágætis blanda af rólegheitum og stuði.
Kveðjupartýið var skemttilegt, keila og svo út að borða á Tapas barnum. Ég stóð mig ekki vel í keilunni, en ég tók mig á og stóð mig betur í átinu....best í því eiginlega mundi ég segja:)

Laugardagurinn var æði gæði, við Nikos fórum í afmæli til Hafdísar Önju og díó míó þar svignuðu borðin undan kökum og bollum og heitum réttum...best að telja það ekkert upp hvað ég át mikið, en það var allavega aðeins minna en krúttköggulinn hann Óttar...jiiiii hvað hann var sætur þarna, gekk um og stal kökum af diskum grunlausra og smjattaði svo á góssinu alsæll..hef sjaldan séð neitt jafn sætt!!!

Svo var bara kósý kvöld fjölskyldunnar, sem var hreint ekki svo kósý þegar sjónvarpið fraus þegar 20 mín voru eftir af landsleiknum....ég froðufelldi af reiði. Þetta varð samt til þess að við fórum snemma að sofa, sem er nú bara gott mál.
Ég fór á fætur 14.30!!!!!!! á sunnudeginum...eins gott að nýta sér letidagana eins og maður getur...ekkert víst að maður eigi marga svona eftir nefnilega:)

sem sagt, fínasta helgi og nú tekur vikan við. Er að byrja í leikfimi í kvöld og verð að viðurkenna að ég kvíði fyrir, ég hugsa að ég fái andarteppu á fyrstu 5 mín...en svo hlýtur þetta að skána...vona ég.


spennó spennó blogg um svefn- og matarvenjur the Blogzter...kannski verður vikan svaka spennó og ég næ að blogga um það...jú never nó!!!!!!!!!

oao
m-boooooring