My way

fimmtudagur, september 06, 2007

Þreyttur morgunhani

fór að velta því fyrir mér í morgun hvort ég væri næturdýr eða morgunhani. Annsý segist vera hvorugt nefnilega:)
Ég held að ég sé nú frekar mikið næturdýr...en samt ekki, ég á það til að sofna í sófanum uppúr 10 á kvöldin...næturskepnur gera ekki svoleiðis...er það nokkuð??

Í gær var ég t.d mjööög þreytt, var í saumó á þriðjudaginn og kom heim EFTIR MIÐNÆTTI...how cool is that maður:) Samt fór ég ekki snemma að sofa í gær, ég fann mér bara þátt til að límast við ( starter wife...held að þetta verði brilliant þættir sem ég á ekki eftir að missa af) og sat og glápti á Stevie þar til ég sá ekki lengur út úr augum ( táraðist svo við að geispa endalaust).
Var svo dauð í morgun, ætlaði virkilega ekki að hafa mig af stað.

...niðurstaðan er því þessi, ég er ekki morgunhani, ég er ekki næturdýr..ég er bara forfallinn sjónvarpssjúklingur sem nær ekki að fara að sofa fyrr en endursýningar hefjast....haldiði að það sé rugl???

Er að fá ma, pa, amo og Helgu í mat ( Note to self,: finna cool styttingu handa Helgu..hihih)í kvöld. Það væri nú hægt að gera aðra mannlífsstúdíu hvað þetta varðar..um leið og eiginmaðurinn fer út úr bænum eða til útlanda er hægt að bóka matarboð heima hjá mér!! Ég bara nenni ekki að vera ein, ég þarf að kjafta við fólk við matarborðið og finnst hver dagur heil eilífð þegar hann er ekki heima.....WOW hvaðan kom þetta, rauða serían bara að poppa upp hjá Blogzternum:)

jæja, sem sagt ekkert að frétta og þar af leiðandi ekkert til að blogga um:)

hasta la vista baby
m-rómó týpan