My way

föstudagur, október 26, 2007

Löngu tímabært blogg

Jæja dúllurnar mínar, ég veit að það er löngu kominn tími á blogg, ég hef bara verið svo upptekin eitthvað.

Hvar skal byrja..er ekki rétt að byrja á meðgöngunni:) Eins og flestir vita þá geng ég með heilbrigðann lítinn strákaling:):) Við Smári vorum í sónarnum í síðustu viku og það er bara ólýsanleg tilfinning að sjá barnið sem sparkar í mann með berum augum, alveg yndislegt.
Meðgangan gengur alveg ofsalega vel hjá mér, ekkert í líkingu við síðustu. Bakið hefur ekki einu sinni verið að bögga mig, ekkert að viti amk.

Nýja vinnan í Vistor er frábær. það er svo mikið af skemmtilegum konum hérna, og stemmningin er allt allt önnur en hinumegin:)
Ég get vonandi unnið hérna alveg fram í byrjun mars og svo er ég að vonast til að geta bara komið aftur þegar ég er búin í fæðingarorlofinu...í janúar 2009:)

Smári er búinn að vera mjög busy síðustu vikur og mánuði, sem er bara ágætt, þá verður hann búinn að þessu öllu þegar stráksi kemur og getur verið rólegur heima með okkur:)

Vinkonurnar eru allar voða sprækar, þær óléttu jafnt sem hinar. Við höfum verið duglegar að hittast, bæði saumó og æskuvinkonurnar. Grannar okkar í garðabænum hafa líka verið dugleg að líta við og við sömuleiðis til þeirra.

Helgin framundan og ég reikna með að dunda mér aðeins í skúrnum og jafnvel að kíkja í bæinn á vagna.....já btw ef þið eigið Emmaljunga eða Simo vagn þá megið þið alveg selja mér hann:) Reikna með að fara í brunch líka, það er löngu orðin hefði hjá okkur í asparholtinu.

Dæs...eins og þið sjáið hef ég elst um 17 ár við að verða ólétt...skrifa eins og gamalmenni...ekkert svakalega spennandi lesning...lofa þó að vera duglegri við að uppfæra.

þangað til næst...góða helgi
m-væmna:)