My way

þriðjudagur, október 30, 2007

Matar- og helgarblogg

Jæja ég ætla að stelast til að blogga pínu í vinnutímanum:)

Síðasta helgi einkenndist af mat!!!! Eins og flestir vita sem þekkja mig þá held ég að fyrir utan fjölskyldu og vini þá elska ég mat mest af öllu í heiminum og geiminum.
Síðasta helgi var því heaven!!

Föstudagur: Frænkuboð, gæsabringur með því albesta meðlæti sem ég hef smakkað á boðstólnum, súkkulaðimús í eftirrétt.
Laugardagur: Subway æui hádeginu og take away frá Austurlandahraðlestinni í kvöldmat (matarboð)
Sunnudagur: brunch...bacon, egg, bakaðar baunir...humarsúpa....sleeeeeef

Svo er annað mál..ég hef alltaf sagt "IF YOU CAN READ YOU CAN COOK"..það sama á ekki við um bakstur...ÉG KANN EKKI AÐ BAKA.

Ég hef ALDREI...Nota bene, ALDREI bakað tertu eða köku. Ég kann að gera skúffuköku og bananabrauð og that's it!! Ég hef oft oft reynt að gera franska súkkulaðiköku t.d, það hefur aldrei heppnast.

þar sem ég er með very serious case af "nesting" þessa dagana, greip mig gríðarleg þörf til að baka á laugardaginn. Ég keypti eina Betty Crocker ( til að vera örugg um að fá eitthvað gott í lokin) en reyndi svo að baka sjónvarpsköku...sem misheppnaðist svo hroðalega að það tók Smára minn um 2 tíma að þrífa ofninn eftir mig...já ég sagði Smári, ég var svo geðill að ég gat ekki einu sinni þrifið eftir mig:)
Betty kakan var samt góð, fór með hana til Sjonna og Beggu um kvöldið....er svo mikil domestic godess.

Á sunnudaginn var svo búið að bjóða amo og helgu, ma og pa í mat. Þegar mín var búin að rúlla um 170 sænskum kjötbollur og ætlaði að fara að steikja sló öllu rafmagni út í húsinu!!!!!!!!!!!!! kvöldið endaði á því að amo og Helga fóru svöng heim, mamma tók kjötbollurnar með sér heim til steikingar og við Smári bíðum eftir neyðarþjónustu rafvikrja:)
Hann kom svo greyjið og lagaði þetta ( sem er önnur saga) og við Smári vorum bara ein eftir í kotinu, Veronikus fylgdi kjötbollunum og ömmu:)
Við skelltum okkur því í bíó og fengum okkur að borða á Kringlukránni á undan. OMG þar fékk ég bestu pizzu sem ég hef smakkað á íslandi!!!!!!!!!!! með parma skinku, rucola og parmesan osti....mmmmmmmm hún var æði.

Mæli líka með the Invasion, ógeðslega fín spennumynd.

well nú er ég búin að slugsa allt of lengi...verð að fara aftur að vinna:)

OAO
m-matargat