Helgin
Helgin var frábær.
Á föstudaginn fórum við fjölskyldan í bíó og svo út að borða...á nýja uppáhaldsstaðnum mínum Kringlukránni:) Jiiii ég sver þið bara VERÐIÐ að fá ykkur pizzu þarna.
Á laugardaginn áttum við Veronika stelpu-morgun. Skelltum okkur á morgunfund með sjálfstæðisfélaginu á Álftanesi, fengum okkur rúnstykki og rjúkandi kaffi:) þaðan fórum við svo í leikfimi, þar sem veronika tók fullan þátt í öllum æfingunum...mömmu hjartað nærri því brostið af stolti...hún er orðin svo stór þessi dóttir mín:)
Fórum svo og sóttum pabba og hentumst í Fífu til að skoða vagna handa gaurnum okkar. Smári greyjið var farinn að skammast sín örlítið fyrir frúnna, ég spurði út í hverja einustu skrúfu....en ég hugsa að ég kaupi líka þenna vagn:)
Um kvöldið var okkur boðið í kveðjumat í Básbryggjuna. Fengum ljúffengan mat eins og venjulega. Stelpurnar voru súper góðar saman, léku sér í mömmó allt kvöldið á meðan fullorðna fólkið spilaði póker. Eitthvað er ólettu-heila-minnkunar-einkennið farið að segja til sín hjá nöfnunum, sem áttu í smá brasi með að átta sig á því hvað er röð og hvað er ekki röð:)
Sjáið samt hvað bumburnar eru flottar:
Hver mundi ekki koma með annað eftir að hafa framleitt svona fegurðardísir...sem voru nú aðeins farnar að slappast þarna:)
Sunnudagurinn var kósý dagur. Við lágum í bælinu fram að hádegi, en þá kíktu Hekla og Anna Sigga á okkur. þær fengu að bragða á Betty Crocker brownies, sem er nú sérgrein húsfrúarinnar á nesinu:)
Sem sagt æðisleg helgi, busy vika framundan í fundarhöldum, leikfimi og saumaklúbbum, en það er nú bara best að hafa það þannig, tíminn líður svo hratt þegar mikið er að gera.....bara 17 vikur eftir:)
OAO
m-Crocker
Á föstudaginn fórum við fjölskyldan í bíó og svo út að borða...á nýja uppáhaldsstaðnum mínum Kringlukránni:) Jiiii ég sver þið bara VERÐIÐ að fá ykkur pizzu þarna.
Á laugardaginn áttum við Veronika stelpu-morgun. Skelltum okkur á morgunfund með sjálfstæðisfélaginu á Álftanesi, fengum okkur rúnstykki og rjúkandi kaffi:) þaðan fórum við svo í leikfimi, þar sem veronika tók fullan þátt í öllum æfingunum...mömmu hjartað nærri því brostið af stolti...hún er orðin svo stór þessi dóttir mín:)
Fórum svo og sóttum pabba og hentumst í Fífu til að skoða vagna handa gaurnum okkar. Smári greyjið var farinn að skammast sín örlítið fyrir frúnna, ég spurði út í hverja einustu skrúfu....en ég hugsa að ég kaupi líka þenna vagn:)
Um kvöldið var okkur boðið í kveðjumat í Básbryggjuna. Fengum ljúffengan mat eins og venjulega. Stelpurnar voru súper góðar saman, léku sér í mömmó allt kvöldið á meðan fullorðna fólkið spilaði póker. Eitthvað er ólettu-heila-minnkunar-einkennið farið að segja til sín hjá nöfnunum, sem áttu í smá brasi með að átta sig á því hvað er röð og hvað er ekki röð:)
Sjáið samt hvað bumburnar eru flottar:
Hver mundi ekki koma með annað eftir að hafa framleitt svona fegurðardísir...sem voru nú aðeins farnar að slappast þarna:)
Sunnudagurinn var kósý dagur. Við lágum í bælinu fram að hádegi, en þá kíktu Hekla og Anna Sigga á okkur. þær fengu að bragða á Betty Crocker brownies, sem er nú sérgrein húsfrúarinnar á nesinu:)
Sem sagt æðisleg helgi, busy vika framundan í fundarhöldum, leikfimi og saumaklúbbum, en það er nú bara best að hafa það þannig, tíminn líður svo hratt þegar mikið er að gera.....bara 17 vikur eftir:)
OAO
m-Crocker