My way

miðvikudagur, desember 05, 2007

ekkert nýtt svosem....

Kom seint heim í gær. Fór beint í klippingu eftir vinnu, þaðan í mat til mamms og svo beint á fund hjá Sjálfstæðisfélaginu. Kom ekki heim fyrr en 22 í gærkveldi og var frekar pirruð....skil ekki afhverju fólk þarf að hafa aðrar skoðanir en ég, fer massívt í skapið á mér:)

Veronika dóttir mín aka sneaky little girl er farin að taka uppá því að mæta í hjónarúmið um miðnætti og segja "ó ég hélt að ég hefði heyrt í klukkunni" ( hún má koma uppí þegar klukkan hringir á morgnanna og snooza með okkur)....right little lady uppí rúm aftur..og þá koma tárin og "ég er þyrst" og "ég er hrædd" og "ég vil bara vera hjá þér mamma"...smári var að sjálfsögðu sendur inn....þar sem ég er bæði 6 mán gengin og mega pirruð útaf fundinum....en þegar ég sá hvernig hann ætlaði að díla við þetta ( náði sér í bók og sæng og dýnu, ætlaði bara að leggja sig inni hjá henni...think not, því ég er ein með hana í næstu viku og ég ætla EKKI að sofa á gólfinu hennar) þá ákvað ég að rjúka á fætur og útskýra í eitt skipti fyrir öll að nú væri svefntími og hana nú!!!!!!! Snarvirkaði, smári sofnaði um leið og Veronika líka.....en ekki ég!!!!!! Lá "andvaka" í örugglega KLUKKUSTUND:)

þreytt í dag og nenni ekki neinu, en er búin að ákveða að fara samt í leikfimi á eftir.....sjáum hvernig þetta fer:)



kv
M-letihaugur