My way

mánudagur, desember 10, 2007

Vetrarfjör

Jæja helgin var frábær, enda ekki við öðru að búast.
Bústaðaferðin byrjaði reyndar ekki vel, Egill hennar Dagnýjar tók flugferð niður stiga, fékk gat á hausinn og fékk 3 flott spor á Selfossi. En fall er fararheill og það sem eftir lifði helgarinnar voru allir í fínu formi.
Við fórum að sjá Gullfoss í klakaböndum og það var bara frábært, náðum fullt af fallegum myndum sem ég skal setja inn. Það var öruggelga -10°C, bara alvöru íslenskur vetur:)

Við smáfjölskyldan stungum svo af undan þrifum og brunuðum í bæinn eldsnemma á sunnudagsmorgninum því Smári þurfti að fara í flug kl.14. Hann verður í burtu alla vikunu:( Við Veroniku skelltum okkur í Smáralind, versluðum nokkrar jólagjafir og sáum svo jólaævintýrið sem er verið að sýna þarna í Smáralindinni. mér fannst það bara nokkuð skemmtilegt og Veroniku fannst það meiriháttar.
Enduðum svo í kakó og piparkökum heima hjá ömmu og afa.
þegar við komum heim vorum við ennþá í massa stuði þannig að ég fór að baka og Veronika fór að putta-prjóna....jiiiii við erum nú ekkert smá heimilislegar:)

Vikan er vel skipuð skemmtilegheitum. Jólaföndur hér í Vistor í dag, út að borða með gamla actavis matarklúbbnum á morgun, húðslípun á fimmtudaginn....sem ég hugsa að sé nú reyndar engin rosa skemmtun, en ég verð amk mjúk og fín fyrir jólin:)

best að byrja að vinna....

c'ya