My way

fimmtudagur, janúar 31, 2008

Sumir dagar.....

....eru bara fyndnari en aðrir:)

Í gær byrjaði þetta allt á CSI gaurnum í hádeginu, við Maja og Lóa hlóum svo mikið að ég man varla eftir öðru eins...enda komumst við að því að ef maður klórar Maju bakvið eyrað þá fer löppin á henni af stað...svona eins og á hundum þið vitið....muhahahha ég gjörsamelga lá í krampa.

Nú...til að missa ekki niður stuðið ákváðum við nöfnurnar að bjóða deildinni uppá kökur...það er eitthvað heilsuátak í gangi hérna og okkur finnst það BARA asnalegt.
Maja dró mig í eitthvað bakarí sem ég hef aldrei farið í áður. Við komum inn og sáum girnilega köku....og nú hófst ballið!!!!!!!!!!! Við spurðum stúlkuna ( sem var með óeðlilega mikið túperað hár út í allar áttir) hvernig kaka þetta væri, og hún svarði "bíddu aðeins"...fór svo að tala við eldri konu..."brúsnkni túskni rúskni da da da"......ahhhh ok sem sagt allt staffið pólskt...well svona er þetta bara...en þegar túperaða gellan kom svo aftur til okkar Maju og sagði "Aaaaamma rúski".....og ég hefði sko gefið miljón fyrir að sjá svipinn á okkur nöfnunum...stóðum við bara eins og hálfvitar og bara HAAAAAAA, og aumingja stelpan hélt bara áfram...aaaaaammma rúski...og við fengum KAST!!!!!!!! Við hlógum svo mikið og þetta var svo vandræðalegt að ég hélt ég mundi deyja!!! Maja svikari fór nú bara fram til að hlæja og ég varð ein eftir með túperingunni að reyna að halda andliti....við enduðum svo báðar með hausana inni í kæli að þykjast vera að skoða gos birgðirnar og VEINUÐUM úr hlátri!!! Þá sáum við líka kökuna sem við vorum að spá í, hún heitir sem sagt "amma stóra" og það var það sem stelpan var að reyna að segja okkur....jesús, ég hélt að hún væri að útskýra að hún væri að vinna með ömmu sinni,enda vorum við ekkert að spurja hvað kakan héti heldur HVERNIG kaka þetta væri....úfff ég fæ bara ennþá aulahroll ef ég hugsa um þetta:)


ahhhhh hressandi.

Fór svo heim og málaði ský á veggina í barnaherberginu...heppnaðist svona...öhhh ágætlega, voða fallegt í ákveðinni fjarlægð en ekkert spes ef þau eru skoðuð í návigi...gott að ungabörn sjá ekkert allt of vel til að byrja með:)

vona að þið eigið góðan dag:)

OAO
m-ennþá flissandi

p.s hárið á henni var einhvern veginn svona: