My way

mánudagur, mars 31, 2008

Erfitt líf maður....

HERREGUD Í HIMMELEN, ég hef aðeins misreiknað mig varðandi þessa !"#$%&/ leikfimi!!!!
Fyrsti tíminn var ÆÐI..enda var hann bara hálftími, mér leið ekkert smá vel á eftir og fannst svooo gott að vera komin af stað:)

Tími nr. 2 var ekki svo skemmtilegur...ég hélt ég mundi deyja þetta var svo erfitt og þegar tíminn var að enda þá var ég alveg að missa meðvitund...sko litterally..ég þurfti að fleygja mér í gólfið og setja lappirnar upp til að það liði ekki yfir mig!!! Jiii minn eini hvað ég skammaðist mín, enda frekar vandræðalegt að þurfa að henda sér svona í gólfið:)

Tíminn í morgun var bara djók...hann byrjar á því að við vorum látnar hlaupa upp og niður stiga...stíginn er lengri sem sá sem er hérna heima hjá mér og við þurftum að fara 10 ferðir..og ein ferð er sko upp OG niður....ok..var komin með blóðbragð í munninn og ekki nema 15 min búnar af tímanum!!!!
Svo var stöðvahringur, og ein stöðin var einmitt að HLAUPA upp og niður stigann....jesús minn, hafið þið einhvern tímann misst allan mátt í fótunum???...get sagt ykkur að það er ekkert spes, vöðvarnir hlýddu mér bara hreinlega ekki!!!!

Ætla samt ekki að gefast upp, ég hlýt að meika þetta eins og allar hinar!!!

...get ekki sagt að ég hlakki til næsta tíma samt....

jæja Nói Fannar minn farinn að kalla á mjólkurbúið sitt:) Ég er bókstaflega mjólkurbú Nóamanna...hihihihihih...þið vitið ekki Flóamanna, heldur Nóamanna....eru brandararnir kannski ekkert fyndnir ef maður þarf að útskýra þá??????


OAO
m-með aulahúmorinn í lagi, en lærin eru dauð!!!