My way

fimmtudagur, mars 27, 2008

Góðar fréttir

Það var ÆÐISLEGT að hitta stelpurnar í dag, Maja var að sjálfsögðu búin að baka köku sem var sjúklega góð og börnin voru þæg og góð og 100% krútt. Kristín litla komst reyndar ekki, hún var með kvef litla skinnið:(
Talandi um stelpur þá er komið í ljós að Anna Lea gengur með stelpur:)
Ég sagði einmitt við Rebekku í dag að ég þyrfti að ræða aðeins við Óttar um að passa uppá Nóa Fannar minn....ég held að þeir verði að standa saman í þessu stelpu-hafi:)

Annars er kúturinn minn búinn að vera hálf ólíkur sjálfum sér síðustu 2 sólarhringa. Hann grætur á brjóstinu og herpist allur saman, held að honum sé illt í maganum, anginn litli. Vonandi verður hann hressari á morgun.

Sjonni og Begga koma til okkar á morgun í mat, alltaf gaman að fá þau. Ætli Smári reyni svo ekki að kikja með Nikustelpunni í bíó um helgina, hana langar svoooo að sjá Undrahundinn...hihi smekkurinn er að breytast hjá henni og hún er farin að fíla svona leiknar myndir betur en teiknimyndir....úff hún er að verða svo stór þessi elska.

jæja best að setja sig í stellingar...Horatio minn fer að birtast á skjánum:)muhahahhaha

m