My way

þriðjudagur, mars 11, 2008

Gengur eins og í sögu:)

Kannski ekki svo mikið að blogga um þessa dagana annað en það hvað allt gengur vel með Nóa Fannar:)
Ljósmóðirin kom í síðasta skipti í dag og nú fara hjúkkurnar af heilsugæslunni að koma til að vikta strákinn og fylgjast með okkur. Ég er eiginlega alveg standandi hissa á því hversu góða þjónustu maður fær eftir barnsburð, það er varla flóafriður fyrir heilbrigðisstarfmönnum hérna:)

Við erum auðvitað öll að kafna úr spenningi að fá að sjá litla bumbuskottið hennar Maju, svo fyndið hvað tíminn líður hratt, en þegar maður er að bíða eftir barni virðist hann standa í stað:)

Það er búið að bjóða okkur í hádegismat á morgun í Urriðakvísl og við erum bara súper spennt að fara, verður gott að breyta aðeins um umhverfi:)

Við ætlum svo að sækja Maju í vinnuna því okkur langar svo að sýna henni Nóa Fannar áður en hún "poppar":)

Svo er von á saumaklúbbnum seinna um daginn þannig að það er nóg að gera á bænum:)

kv
mæja