My way

laugardagur, mars 01, 2008

Glasið hálf fullt í dag....

...jæja eftir að hafa eytt deginum í gær í algjöra sjálfsvorkun, geðillsku og allskonar leiðindi þá vaknaði ég í morgun og ákvað að í dag er glasið hálf fullt en ekki hálf tómt:) Ég meina þetta er bara spurning um nokkra daga, ég hlýt að meika smá samdrætti og fyrirvaraverki þessa síðustu daga, sumar eru svona alla meðgönguna.
Ef ég miða við síðustu meðgöngu þá er þessi bara barnaleikur, ég var 100% frísk fram að 38 viku og ætti alls alls ekki að vera að væla þetta.

Sit hérna núna og horfi á dóttur mína mála myndir, hún grettir sig á þann allra sætasta hátt sem ég hef séð þegar hún vandar sig, allt andlitið gengur til og hún minnir mig á Jim Carrey:) hahahhahaa að hugsa sér að við bjuggum þetta undur til...ég vona svo innilega að drengurinn okkar verði eins yndislegur og hún er:)

Þessi dóttir mín, sem er 6 ára heldur stundum að hún sé 16 ára. Hún er búin að suða í svona klukkustund núna um að fara í bæinn í brunch og líta svo við í bókabúð að fá okkur take away kaffi og kakó..muhahhahahah ekkert smá veraldarvön:) hún elskar þetta sem betur fer eins mikið og við...enda alin upp við að vera á flandri greyjið. Er alveg eins og mamma sín með þetta, finnst frekar leiðinlegt að hanga heima að gera "ekki neitt":)

Við vorum að keyra heim um daginn og þá benti Veronika mér á ljósið sem kæmi frá Perlunni og þá rann upp fyrir mér að hún verður ekta Reykvíkingur...ekki sveitastelpa/borgarstelpa heldur alvöru borgarbarn. Ég get ekki sagt að ég sé neitt annað en fegin því, við búum í sveit svo til þannig að hún upplifir stemmninguna við að labba í skólann og að hafa vinina í göngufæri, en verður jafnframt ekki hrædd við að taka strætó.....hahahah munið þið sem ólust upp í úti á landi hvað það gat verið erfitt að koma í bæinn ( eða suður:)) og þurfa að taka strætó!!!!!!! Jiii minn ég átti ekkert smá erfitt með það.

Jæja best að fara að vekja bóndann og njóta þess að gera farið út bara við 3....vá, við verðum orðin 4 í næstu viku....pæliði í því!!!!!!!!!

vona að þið eigið góða helgi

m-Pollýanna