My way

miðvikudagur, maí 07, 2008

Mæling og matur

Ég elska mat...eiginlega allan mat (fiskur er ekki matur Bibba), grillaður matur, soðinn matur, steiktur matur, ítalskur matur, indverskur matur, tælenskur matur....mmmm slef..

...einmitt útaf þessu tók ég þá ákvörðun þegar ég gekk með Nóa Fannar, og eftir að ég átti hann, að borða bara allan mat (og alltof mikið af honum eins og venjulega)og sjá svo bara til...ef hann þolir ekki að ég borði lauk þá sleppi ég honum bara. Ljósmóðirin mín var algjörlega sammála mér og hvatti mig áfram.

...en ég held að ég verði að játa mig sigraða, ég held að Nói Fannar verði ósáttur við mig og brjóstið þegar ég borða sterkan mat.....UPPÁHALDIÐ MITT!!!!

Ég tók fyrst eftir þessu þegar ég gúffaði í mig heilum poka af chili-kökum..hann var ósáttur við mig kvöldið eftir og ég fékk þetta eiginlega staðfest í gær, ég borðaði ekkert nema sterkan mat á mánudaginn og strákurinn minn varð alveg vitlaus þegar ég lagði hann á brjóst hann DISSAÐI BARA BOBBINGANA....eins og nafna mín orðaði það svo vel MUAHHAHAHAHAHAH

ohhh....nú verð ég að passa mig á sterkum mat...og þau ykkar sem þekkja mig vita að það fer mér ekkert sérstaklega vel að passa mig á hlutum, ég bara virðist ekki ráða við það!!!! Passa mig á salti útaf þrýstingnum.....ekki að virka vel, passa mig á að ganga ekki á hælum útaf bakinu...ekki að ganga vel (en ég er farin að ganga vel á 12 cm aftur....yeah baby)...passa mig á að borða ekki of mikið, ekki að ganga svo vel heldur!!!

Anywho..við Nói Fannar vorum í mælingum í vikunni, allt eins og það á að vera, hann er að þyngjast og ég er að léttast:)
Hann er orðinn 5950 gr, hefur þyngst um 200 gr á viku síðan í 6 vikna skoðuninni.

Ég hef lést um 2,5 kg á 6 vikum, fituprósentan hefur farið niður um 1% og BMI stuðulinn hefur farið niður um einn heilan. Nokkrir centimetrar farnir líka.
Er bara nokkuð ánægð, þó svo að maður trúi því varla að það þurfi 6 vikna puð og púl til að ná af sér 2,5 kg.....kannski hafa kökurnar og maturinn hjá skvísumömmunum eitthvað að segja...ég næ aldrei að "passa mig" þegar ég er í mat hjá þeim ( einu sinni í viku).....niðurstaðan er því sú að þetta er alls ekki mér að kenna, þær bjóða bara uppá allt allt of girnilegan mat og kökur!!!!!!!!


OAO
m-michelin konan