My way

mánudagur, maí 26, 2008

Sumir dagar...

...vaknaði í morgun við að sonur minn var að kafna úr hósta. Aumingja kallinn minn fékk að sjálfsögðu að koma í stóra rúmið til að kúra hjá mömmu sinni. Ekki leið á löngu þar til Veronika ískaldi brókalalli kom og fékk hlýju hjá mömmu sinni. Við lágum svo og kúrðum saman...allt of lengi því við áttum að vera mætt í leikfimi kl. 10.45..þetta var á þessa leið:

-úff við erum allt of sein...allir af stað NÚNA
-meiriháttar hár-drama hjá VHS sem tók ofur langan tíma að leysa
-svo kom meiríháttar fata-drama hjá VHS sem tók álíka langan tíma að leysa
-svo kom met-brjóstagjöf, held að hann hafi aldrei drukkið jafn mikið..og verið jafn lengi að þvi..

- OK, börnin komin í bílinn, söngvaborg í tækið og brunað af stað...ennþá 30 min í tímann!
-Kominn alveg út að enda á Álftanes-afleggjaranum...bensínlaus!!!! ( mundi þá að ég hugsaði með mér í gær að ég mundi bara taka bensín á leiðinni í leikfimina á morgun) ó nó, jæja ég tek þá bara bensín á leiðinni...en nei, ekki með veskið mitt, og ekki með símann minn heldur....DAMN IT!!!
-Keyra aftur tilbaka allan afleggjaranum til að sækja veski
-stoppa á bensínstöð og dæli...tekur tímann sinn að dæla !"#$%& 60 lítrum á bílinn.
-OK..orðin allt of sein, en ætla samt að mæta
-Komin fyrir utan Boot Camp húsið...ENGIN STÆÐI..og rúnta 3 !"#$%& hringi um allt þarna í kring og ekki eitt einasta stæði í göngufæri

...KEYRI AFTUR HEIM....

OMG hvað ég varð reið og pirruð og fúl og bara allt!!! Búin að hafa þvílíkt fyrir því að hafa krakkana til, ganga í gegnum allskonar fashion-drama hjá dótturinni og maraþonbrjóstagjöf og geta svo ekki mætt...búhúúúúú

ó well, ég læt klukkuna bara hringja 5.45 á miðvikudaginn til að vera viss um að geta mætt:)

OAO
m-ennþá í fýlu