My way

mánudagur, maí 05, 2008

Til hamingju Ísland...

Jæja...

...vaknaði í morgun við þann AL-falskasta afmælissöng sem hefur verið sunginn norðan miðbaugs síðan fyrir Krist...en jafnframt sá fallegasti því söngurinn kom úr barka þeirra sem ég elska mest:)

AFMÆLISHEFÐIR:

Veronikus hefur erft áhuga móður sinnar á afmælisdögum og verður ÜBER spennt yfir gjöfunumm og söngnum og bara öllu sem tengist afmælinu. Langamma mín, Veronika, var svona líka, það mátti enginn eiga afmæli í ættinni án þess að halda veislu, enda hitti maður skyldfólk sitt reglulega á meðan hún lifði.
Við höfum svo haldið í hefðina og höldum ALLTAF uppá afmælin okkar...Smára til mikillar gleði eða þannig...."Drífðu þig í fötin elskan, við erum að fara í afmæli til systur ömmu hennar frænku minnar....já Smári minn, þú verður að koma með" voru algengar setningar hér í denn.

Nú er þetta bara stórfjölskyldan sem kemur, og þau voru öll hjá mér í gær...og auðvitað annsý mín með stelpurnar sínar líka.
Það hefur alltaf verið hefði hjá okkur að syngja á morgnanna fyrir afmælisbarnið og svo hefur afmælisbarnið mátt velja hvað sem er í kvöldmat. Það er tvennt sem stendur uppúr í æskunni varðandi þessi mál...þegar ásgeir bróðir valdi soðna ýsu með kartöflum á afmælisdaginn og Hanna systir tjúllaðist og öskraði "ÆTLIÐ ÞIÐ AÐ LÁTA HANN KOMAST UPP MEÐ ÞETTA" enda venjan að það væri GÓÐUR matur á afmælisdögum:) Svo var það í annað skipti sem Hanna átti afmæli, ætli hún hafi ekki verið svona 10 ára ( ég 5 og ásgeir 3), þá bað hún bara um það eitt í afmælisgjöf að komast út úr húsinu ÁN KRAKKANNA...hahhaah henni var alveg sama hvert var farið, hún vildi bara fara ein með mömmu og pabba og skilja okkur eftir heima....hihihih

AÐRAR HEFÐIR:

Þó svo að afmæli snúist að sjálfsögðu ekki um gjafir ( hihihih) þá verð ég að viðurkenna að mér finnst fátt skemmtilegra en að gefa þessa einu réttu afmælisgjöf, þið vitið, þegar maður er búinn að pæla og pæla og finnur svo loks eitthvað sem maður er rooosalega ánægður með að gefa öðrum.
Ég fékk þannig gjafir í afmælinu í gær og líka í morgun. Veronika dóttir mín fór með pabba sínum í Kingluna og valdi handa mömmu sinni. Byrjaði í Make up store og valdi þar ilmkerti og snyrtibuddu og pabbi bætti svo einkakennslu í make up við....ÆÐI!! hefur alltaf langað að kunna að mála mig.
Svo fóru þau í Lush og fundu fullt af bombum og sápum og fínerí á baðið...mmmmm lyktin var dásamleg í svefnherberginu í morgun og Veronika réði sér varla fyrir kæti yfir því hvað mamma var ánægð með þetta allt saman!!! Hún sagði mér að hún hafi ætlað að kaupa handa mér kavíar-túpu og setja slaufu utanum hana og gefa mér, því hún vissi að það er uppáhalds áleggið mitt...ohhhhh er hægt að vera sætari við mömmu sína??????
Henni fannst skórnir sem pabbi gaf mömmu ekkert spennandi, en það leið nærri yfir mig....sjæt hvað þeir eru flottir!!

Þegar við anna sigga vorum unglingar þá áttum við minngarbók sem við skrifuðum allskonar vitleysu í. Þar mátti til dæmis finna söguna af því þegar við nenntum ekki í skólasund og ákváðum því að ná okkur í teygjubindi til að vejfja um ökkla okkar:) Höltruðum svo inn í sundlaug, báðar með vafða ökkla og sögðumst hafa lent í alvarlegu slysi, værum alveg að drepast í ökklanum ( báðar sko) og kæmust því bara alls ekki í sund....kennarinn hló svo mikið að mig minnir að hann hafði leyft okkur að komast upp með lygina og við horfðum á sundtímann í stað þess að taka 15 ferðir af flugsundi..hahahahah vangefnar!!
Því miður var bókinni hent..ohhh getið þið ímyndað ykkur hvað það væri gaman að eiga þetta núna...öll uppátækin og allar pælingarnar sem við skrifuðum niður...en anna sigga ákvað að nú væri komin tími á nýja minningarbók og gaf mér mynda albúm með myndum af okkur í gegnum tíðina....Jiiiiiii ég gjörsamelga VEINAÐI úr hlátri!! þarna mátti t.d sjá mynd af mér og Smára á leið á fyrsta sveitaballið sem við anna sigga höfðum aldur til að fara á. Á borðum var auðvitað vodki og kók og ég held að allt aflitunarefni í Skagafirði hafi verið í hárinu hans Smára....þvílíkar strípur!!!
Við hlógum og hlógum og ákváðum að þetta væri afmælisgjöfin á hverju ári, nýjar minningar í bókina okkar, þannig að þegar anna sigga á afmæli næst, fær hún bókina tilbaka með myndum af okkur á ýmsum tímabilum lífs okkar.

En öllu gamni fylgir nokkur alvara...ég færist alltaf nær og nær fertugu!!! Hvernig má það vera??? Hvað gerðist??? þrjátíuogeitthvað var eitthvað sem kom fyrir annað fólk...ekki mig, ég er svona tuttuguogeitthvað týpa!!!!

ó well, there's always surgery...hahhahahahhaha

eigiði góðan dag gott fólk, ég ætla sko að njóta þess að vera 32 í dag!!!!


OAO
Mæja gamla