My way

sunnudagur, júní 22, 2008

News flash

blogg löngu overdue....

Djammið:
Sjúklega gaman!! Við borðuðum góðan mat og drukkum gott vín....nema opal skotin, þau voru útrunnin...muhahahhahaha aldrei hefði mér dottið í hug að einhver af vinkonum mínum gætu átt útrunnið áfengi!!!

Sex and the city:
Æðislega skemmtileg mynd!! Stelpurnar kvörtuðu samt undan karlpeningnum í myndinni...ég veit ekki um hvað þær eru að tala enda engir smá hönkar í þessarri mynd..sjá að neðan og dæmi hver fyrir sig:




Við fjölskyldan vorum að koma heim að austan, áttum frábæra helgi þar í sól og blíðu. Það komu reyndar 2 bilaðir skúrir og það akkúrat á meðan við stelpurnar vorum í göngutúr ( með Nóa Fannar með okkur) og strákarnir voru í golfi...það þurfti að vinda nærfötin við urðum svo blaut!!

Vikan framundan er busy eins og venjulega. Fer að hitta frænku mína sem kom í heiminn í lok maí, fer að hitta mars hópinn og svo er skvizuhittingur á sínum stað líka:)
Um næstu helgi förum við svo norður í land á mini-ættarmót hjá pabba hans Smára.


adios
m