My way

þriðjudagur, júlí 15, 2008

Hlýtur að vera eitthvað að frétta....

Jiii ég er alltaf að hugsa um að blogga...en svo þegar ég sest niður þá bara man ég ekkert hvað ég hef verið að bauka!! Finnst ég ekki gera neitt en er samt alltaf á ferð og flugi...

Well, við erum amk búin að fara eina fer norður í land. Fórum á mini-ættarmót hjá pabba hans Smára og skemmtum okkur voða vel.

það fyndnasta var samt bændagistingin!!! Jiii ég hafði svosem ekki miklar væntingar, en hélt þó að bóndinn væri með hæð eða hlöðu eða eitthvað sem væri búið að breyta í gistiaðstöðu...NOSÖRÍBOB!!!!!
Við mættum í bændagistinguna um kaffileytið (vitandi það að bóndinn veit sko hverjum við erum skyld aftur í landnámsöld) og þá sat heimilisfólkið bara í kaffi og var með gesti. Ekkert mál með það, en frekar mikið mál með herbergið sem við fengum...Það var eitt 120 cm rúm og það voru svona 15 cm til veggja beggja megin við rúmið....okí....verður frekar þröngt um okkur 4 í þessu...en whatever,ég nennti ekki að pæla í þessu....ekki fyrr en frúin sýndi okkur salernið....það var sko sama salerni og fólkið á bænum notar!!! Bara handklæðið af bóndanum þarna og svona.....sjæse, frekar spes!!
Jæja, ég vildi nú ekki vera "snobbaða kerlingin úr Reykjavíkinni" þannig að ég lýsti yfir ánægju minni með þetta allt saman:)

Við mættum svo í bændagistinguna um miðnætti til að fara að sofa...og hvað haldiði að ég hafi gert??? Ég var að dröslast út úr bílnum og rak mig svona svakalega í flautuna.....muhahahhahahaa jesús hvað ég skammaðist mín, bara liggja á lúðrinum um miðja nótt...en þetta slapp, það voru gestir þarna þegar við komum...og þau fóru sko ekkert strax....úff....lífsreynsla!!!!!!!!

kv
m