My way

miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Rútína smútína

Jæja þá er best að skrifa aðeins.

Mér finnst eiginlega eins og ég sé að byrja í fæðingarorlofi núna vegna þess að Smári er búinn að vera heima allan tímann líka, þetta er búið að vera eins og langt og gjörsamlega frábært sumarfrí.
Nú er hann byrjaður að vinna og Veronika fer í skólann í næstu viku. Úff ég get ekki neitað því að við verðum öll fegin þegar hlutirnir fara að detta í rútínu aftur, ekki síst Veronika sjálf. Ég held að börn þurfi rútínu og festu og 3 mánaða sumarfrí er yndislegt og allt það....ef fyrr má nú rota en dauðrota..hahahhaha.

Við Smári erum að fara í veiðiferð í næstu viku líka og mamma og pabbi ætla að passa ungana....JÆKS....ég er að fara frá drengnum í tvær nætur!!!!!! Díó míó, ég get ekki leynt því að mér finnst hann allt allt of ungur til að vera í burtu frá mömmu sinni, en hann er samt 5 og hálfs mánaða þegar ég fer...sumar þurfa að fara að vinna eftir 6 mánuði, ég þurfti þess sjálf síðast!!!
Jæja ég ætla að vera cool mamma og reyna að vera róleg yfir þessu.....ekki eins og mamma og pabba finnist þetta leiðinlegt, og þau ólu nú 3 börn upp:) Ég reikna samt með að skemmta mér sjúklega vel í veiðinni, enda forfallinn fluguveiðimaður sem veiðir 2 daga á ári!!! hahhaha

Hittingur á morgun hjá the skviz group hf.....OMG hvað það verður skrýtið þegar Rebba og Annsý fara að vinna aftur...við Maja verðum örugglega búnar að koma okkur upp rútínu þar sem við þurfum ekki að vera einar nema einn dag í einu....muhahha enda svipaðar hvað svona varðar, finnst skemmtilegast að hafa stuð í kringum okkur.

Talandi um stuð þá var ég að fá myndir úr ungbarnanuddinu sem við Nói Fannar fórum í í maí...jiii það sem honum fannst þetta notalegt...en ég hef ekki verið dugleg að nudda hann heima...surprise surprise:)
Sjáiði hvað hann er kátur með þetta:


NFS er ennþá á brjósti, en er farinn aðf á graut á kvöldinn, aðallega vegna þess að okkur langaði til að sjá hvernig hann mundi taka við honum....óhætt að segja að litli mann ætlar að verða matmaður...eins og mamma sín:)


jæja læt þetta duga í bili

OAO
m-í orlofi