My way

mánudagur, febrúar 23, 2009

Mánudagur

Besta ráðið við mánudags-blús er að vera atvinnulaus í smá tíma:)
Ég var alveg í kasti í gærkveldi yfir því að eiga "venjulegan" sunnudag, þ.e dagurinn sem kemur á undan vinnuvikunni...snilld!!!



Horði á Rétt í gær, ég verð að segja að ég hef verið mjög hrifin af þessum íslensku þáttum sem hafa verið í sýningu á síðustu mánuðum. Yfirleitt finnst mér bara erfitt að horfa á íslenskt efni, ég þarf t.d að hafa íslenskar bíómyndir í botni til að hreinlega heyra það sem fólk er að segja....og nei ég er ekki heyrnalaus, ég þarf þess ekki þegar ég horfi á enskt efni (..án texta auðvitað).

Helgin var góð. Tók skrall með annsý á föstudeginum, var my usual self og neitaði að fara heim fyrr en búið var að kveikja öll ljós og alveg öruggt að það var ekkert stuð eftir í kroppnum...var þar af leiðandi pínu ryðguð á laugardeginum en ekkert allt of alvarlegt.

Við annsý kíktum svo á Þóru á sunnudaginn, fengum að sjá litla prinsinn hennar sem fæddist í janúar og hann er svooooo sætur!! Vá hvað mér finnst Þóra dugleg að vera með tvö börn og akkúrat árið á milli þeirra.....og hún lítur ennþá út eins og súper módel...engar jogging buxur og flíspeysa á þeim bænum!


OAO
m-working girl