My way

föstudagur, apríl 03, 2009

Skemmtilegheit framundan

Í kvöld er ég að fara að hitta Önnu Siggu, Aldísi og Þóru og ég hlakka svo til, það er alltaf svo gaman að hitta svona klárar og flottar konur. Þóra er duglegasta kona sem ég þekki, tæklar móðurhlutverkið á sama hátt og hún tæklaði fyrirtækjarekstur á sínum tíma..með bros á vör og hörku sem fáir búa yfir.
Aldís er sérlegur ráðgjafi okkar allra, hún er alltaf með svör við öllu, alveg sama hvort þú ert að spurja um séreignasparnað eða barnauppeldi eða bílalán...alltaf svo traust og tilbúin að hjálpa.
..anna sigga er svo náttúrulega bara kúkú eins og ég....sækjast sér um líkir:)

Á laugardaginn erum við hjónin svo að fara að hitta líffræðimatarklúbbinn okkar..ég ætla nú ekki að fara að lýsa hverjum og einum hérna...veit eiginlega ekki afhverju ég var að lýsa stelpunum...en whaaaaever...en þessi hópur hefur samt eitthvað einstakt lag á að skemmta sér saman!!! Við höfum ekki verið nógu dugleg að hittast síðustu misseri, en þegar við hittumst þá er eins og síðasti matarklúbbur hafi verið í gær...þetta lið er CRAZY..og það hentar okkur alveg svakalega vel...hahahhaha

Á sunnudaginn er svo ballettsýning hjá Veroniku...úfff mér finnst nú ekkert sérlega spennandi að mæta í Borgarleikhúsið anganadi af þynnku og rauð í augum...en hey...fólk þarf að skemmta sér þó það eigi ballerínur...er þaggi????

Svo er auðvitað páskafrí. Það byrjar á mánudaginn hjá Veroniku og hún er alveg að kafna úr spenningi. Við erum ekki komin með nein plön um páskana, kíkjum samt örugglega eitthvað upp í bústað....bara rólegheit ímynda ég mér.


Ennþá atvinnulaus...sem sökkar big time...en ég er samt komin með ákveðið lag á að vera heima. Passa mig bara á að hafa eitthvað verkefni alla daga...einn daginn fer ég með dósir, næsta þríf ég klósettin...ekki spennandi verkefni en það er nauðsynlegt að hafa eitthvað að gera..hafa eitthvað hlutverk!!
Ég hugsa að ég reyni að semja við dagmömmuna hans Nóa Fannar eftir páska um að stytta vistunartímann hans, hann er núna frá 9-16, en ef hún samþykir þá væri nú skynsamlegt að sækja hann aðeins fyrr, hann getur þá stytt mér stundirnar þessi elska..enda borsmildur og skemmtilegur krakki:)

jæja þetta er nú meira bullið sem ég set alltaf hérna inn...en þetta var verkefnið í dag....hahahhaha...ætli ég fari svo ekki í ríkið fyrir helgina...kannski dett ég niður á eitthvað glingur sem hentar buddunni hjá atvinnulausum...maður verður að vera fínn þegar djammplanið er svona þétt.

hafið það gott um páskana...öll 3 sem lesið bloggið...muhahhahaha

OAO
m-on the dole