Komin með blogg....eins og allir hinir
Jæja, þá er komið að því, Mæja bara farin að blogga!
Já það fyrsta sem eiginmaðurinn sagði þegar ég sagði honum frá því að ég væri að hugsa um að fara að blogga var..."já er það elskan, en mundu að þegar þú ert reið þá er best að hugsa aaaaðeins áður en þú skrifar". Hnusss hvað er eiginlega að manninum...Í fyrsta lagi er ég nánast aldrei reið..allavega mjög sjaldan fyrir hádegi..og í öðru lagi þá er ég aldrei fljótfær..allavega ekki á meðan ég sef!!
anyways, get sagt ykkur að í gær mætti Ingvar vinur okkar og nýbakaður faðir til okkar með ORBITREKK, já þið lásuð rétt, þetta er svona skíðatæki eins og er á líkamsræktastöðvunum...og NEI þetta endar ekki í skúrnum eftir 3 vikur. Ég ætla sko að massa þetta núna, taka 55 mín á hverjum degi eftir vinnu...nema náttúrulega þá daga sem ég er of þreytt og pirruð. Þannig að þeir sem koma í heimsókn geta átt von á því að ég komi til dyranna í bleikum krumpugalla með bleika ipod minn á fullu, sönglandi einhvern klassískan slagara úr smiðju snillinganna í Boyzone!!!
Í gærkveldi lágum við hjónin fyrir framan stevie the tv ( ein af mörgum setningum blöndalsins sem er bara snilld og ég ætla að gera að mínum), horfðum á ER og svo Strong Medicine....KRÆST hvað ég grenjaði, ég bara grét og grét. Eiginmaðurinn er alveg hættur að kippa sér upp við þetta og ALVEG hættur að gera grín að mér líka. Skreið svo uppí rúm allt of seint, snöktandi og sjúgandi uppí nefið...alveg búin á því.
well, that's it for now, ætla að vera rosa dugleg að skrifa hérna inn, þar sem ég veit að allavega Blöndalinn og Aldís koma til með að lesa þetta.
vía kon díós
m
Já það fyrsta sem eiginmaðurinn sagði þegar ég sagði honum frá því að ég væri að hugsa um að fara að blogga var..."já er það elskan, en mundu að þegar þú ert reið þá er best að hugsa aaaaðeins áður en þú skrifar". Hnusss hvað er eiginlega að manninum...Í fyrsta lagi er ég nánast aldrei reið..allavega mjög sjaldan fyrir hádegi..og í öðru lagi þá er ég aldrei fljótfær..allavega ekki á meðan ég sef!!
anyways, get sagt ykkur að í gær mætti Ingvar vinur okkar og nýbakaður faðir til okkar með ORBITREKK, já þið lásuð rétt, þetta er svona skíðatæki eins og er á líkamsræktastöðvunum...og NEI þetta endar ekki í skúrnum eftir 3 vikur. Ég ætla sko að massa þetta núna, taka 55 mín á hverjum degi eftir vinnu...nema náttúrulega þá daga sem ég er of þreytt og pirruð. Þannig að þeir sem koma í heimsókn geta átt von á því að ég komi til dyranna í bleikum krumpugalla með bleika ipod minn á fullu, sönglandi einhvern klassískan slagara úr smiðju snillinganna í Boyzone!!!
Í gærkveldi lágum við hjónin fyrir framan stevie the tv ( ein af mörgum setningum blöndalsins sem er bara snilld og ég ætla að gera að mínum), horfðum á ER og svo Strong Medicine....KRÆST hvað ég grenjaði, ég bara grét og grét. Eiginmaðurinn er alveg hættur að kippa sér upp við þetta og ALVEG hættur að gera grín að mér líka. Skreið svo uppí rúm allt of seint, snöktandi og sjúgandi uppí nefið...alveg búin á því.
well, that's it for now, ætla að vera rosa dugleg að skrifa hérna inn, þar sem ég veit að allavega Blöndalinn og Aldís koma til með að lesa þetta.
vía kon díós
m