My way

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

BESSERWISSER

Ég þekki konu sem ber sama nafn og ég. Ég var að komast að því rétt í þessu að hún er málfræðisnillingur með meiru. Þessi kona er STÖÐUGT að setja útá það hvernig ég tala:)

Ok ok ég tala nú kannksi ekki bestu íslensku í heimi...en WTF who cares skiluru...:)

Anyways, mér finnst fátt eins skemmtilegt og að geta leiðrétt hana...í algjöru uppáhaldi hjá mér er orðið SÍNHVORN....þetta notar þessi ónefnda kona alveg óspart. Fær sér bland í poka og segir "ég ætla að fá sínhvorn svona molann...þegar að hvert mansbarn veit að maður á að segja sitthvorn. Ég bara eeeeelska að geta troðið upp í þennan besserwisser frá *******.

Svo í dag sendir þessi elska mér orðsendingu á MSN...( hún er eins og ljúf og lamb og aldrei vond við neinn...ekki einu sinni þá sem eiga það skilið:)) orðsendingin hljómaði svona:

"hef alltaf ætlað að segja þér að maður skrifar ekki vínkona".....og ég svara "huuuhhhh um hvað ertu að tala kona"...ja sko orðið er ekki komið af VÍNI...(as in alcohol!!!!!!!!!!!!!!!! innskot bloggara)

muuuuuuuuuuuuuuuu jiii minn eini ég grenjaði úr hlátri, hérna er ég öll þessi ár búin að tala um VÍNkonur hingað og þangað.........hafði bara ekki hugmynd um að það væri eitthvað athugavert við þessa stafsetingu.................talandi um Karma maður....greinilegt hvað er me´r efst í huga þegar ég tala við vinkonur mínar...( rétt stafsetning)!

Jæja say no more...er amk að fara á typpatal með vínkonu minni í kvöld...vona að það verði nóg af víni handa mér og hinum konunum:)

m-Laxnes

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Grönn um páskana!

Jæja moment of truth:

2. vigtun, 23.11.2005: -900g

SAMTALS: -2.7 KG

Er frekar ánægð með þetta þar sem ég drakk alcohol á föstudaginn og borðaði "venjulegan" mat hjá Blöndalnum á föstudaginn.

Shit hvað það var erfitt að borða soðið brokkolí og blómkál á laugardaginn í þynnkunni, en greinilega þess virði!

OAO
m-Slim Jim

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Arggggggg snilld!!!!!!!!!!

Í kjölfar frétta af því að tilraunaglas brotnaði á rannsóknarstofunni hérna hjá Actavis kom eftirfarandi frétt hjá Baggalúti...hmmm kannksi má ekki stela svona texta,....en hey þa´verð e´g bara lögsótt:)

Starfsfólk Actavis að breytast í morðóða uppvakninga

Erfitt reyndist að ná tali af upplýsingafulltrúa Actavis, sem reyndi ítrekað að bíta blaðamann á háls
Starfsmenn Actavis eru nú einn af öðrum að breytast í morðóða uppvakninga eftir að tilraunaglas í húsakynnum fyrirtækisins datt í gólfið og brotnaði. Ekki er nákvæmlega vitað hvaða efni var í glasinu, en talið er líklegt að það tilheyri efnavopnadeild fyrirtækisins.
Forstjóri Actavis, Róbert Wessman, reyndi að gera lítið úr atvikinu og sagðist persónulega ekki finna neinn mun á sér, þó vissulega væri dulítið ókennilegt að hafa engan hjartslátt.


OAO
m-zombie