My way

föstudagur, janúar 11, 2008

Stolt og gömul




Barnið mitt missti tönn í gær, fyrstu tönnina....OMG sko barnið mitt, ég er mamma barns sem er farin að missa tennur!!!!!!!!!!!
Það er með ólíkindum hvað tíminn er afstæður, í gær var ég að skoða myndir af henni síðan hún var 2 ára gömul og fannst það hafa verið í gær ( sko sem hún var 2 ára, ekki síðan ég skoðaði myndirnar, enda var það í gær...muhahhahahahhaha) og svo missir barnið bara tönn!!!
Hún verður fermd, komin með kærasta og farin að hugsa um að yfirgefa mömmsluna sína áður en ég veit af:)

Annars er nú bara föstudagur í dag, þessi vika var fljót að líða, komin 32 vikur í dag, sú 33 að hefjast....7 vikur eftir..það er nú ekki svo mikið.

Helgin er óráðin, slaka á, kannski fara í bíó eða brunch, kaffihús og bókabúðir...the usual stöff bara held ég..

góða helgi píps

m-ooooold

fimmtudagur, janúar 10, 2008

Eeeeeekkert að frétta

Samt langar mig alltaf að blogga þegar ég fæ comment frá ykkur. Maja er alltaf dugleg að henda einhverju inn, því hún veit að það er beint samband milli fjölda commenta og fjölda blogga:)...og það vilja auðvitað ALLIR fá nýtt blogg frá the Blogzter:)

Samt er nú ekkert að frétta. Er bara voooða ólétt þessa dagana. Er byrjuð aftur í leikfiminni og það er nú bara drullu erfitt get ég sagt ykkur. Ég fór ekkert í desember og það er greinilegt að maður missir allt þol niður á no time....sérstaklega ef maður leggst bara í non-stop át og vesen í margar vikur:)

Margt skemmtilegt framundan, vinnupartí, actavis hittingur og svo er ég í Marsbumbu spjall grúbbu á netinu og við ætlum út að borða fljótlega. Mér líður alltaf best þegar nóg er um að vera:)

Nýjasta nýtt hjá mér er að setja inn myndir á bloggið, finnst það setja svip á þetta. Fanne ina gamla mynd af vhs, hún er 2 ára þarna og við erum úti á Spáni með Önnu Siggu og Bensa....hversu mikið krútt getur maður verið????




jæja þessu spennandi bloggi er lokið:)


m-boring

þriðjudagur, janúar 08, 2008

Útsölutíminn

Eru fleiri eins og ég????

Ég meika ekki útsölur, ég vildi óska þess að ég hefði viljastyrkinn til að fara ALDREI á útsölur...en ég er veikgeðja:)

Nú detta inn auglýsingar þar sem er verið að auglýsa þvílíka VERÐHRUNIÐ á hinum og þessum vörum...og ég fæ áfall í hvert skipti sem ég les þetta. Mér finnst ég nefnilega alltaf vera að missa af rosalegum díl!!!!!!!!!!
Ég dríf mig því vanalega á útsölurnar og fer að hyperventilera um leið og ég kem inn...sé ekkert nema aðrar frantic konur með fangið fullt af góðum dílum!!!!!!!!!!
...en ég finn aldrei neitt! Ég er svooooo léleg í að shoppa að það er leitun að öðru eins, ég enda ALLTAF á því að kaupa mér enn einn svartan bol og skó-par, bara til að geta sagst hafa fengið þetta á svaka díl á útsölunum:)

Ég fór t.d í Tekk vöruhús um daginn og keypti rúm og skiptiborð/kommóðu handa ófædda syninum...var sko löngu búin að ákveða að þessar vöru væru aaaaaaallt of dýrar og ég ætlaði sko barasta að fara í IKEA og versla þar......en svo kom útsala.....10% afsláttur!!!!!...ég rauk til, á laugardegi til að missa ekki af þessum góða díl og skellti mér á þetta:)

Við nöfnurnar fórum líka í TvöLíf um daginn, ég gerði nú reyndar góð kaup þar, keypti brjóstagjafaboli.......og svo datt eitt belti með líka sem ég þarf svo innilega ekki á að halda, en er mjööööög fallegt:)

Í kvöld er ég að hugsa um að kíkja í Englabörn á útsöluna, vita hvort ég rekist ekki á góðan díl þar....Veroniku vantar svo föt....NOT!!!!!

..somebody stop me!!!!!!!!!!








Eins gott að maður shoppar ekki mikið á sjálfa sig þegar maður er svona:






...Maja taktu eftir blettinum sem er þarna fyrir miðri bumbu...MUHAHAHHAHAHHAHA ég skil ekki hvernig ég fer að þessu, á jólunum og allt:)

OAO
m-bumba on sale