My way

föstudagur, desember 23, 2005

GLEÐILEG JÓL KÆRU VINIR

Ahhhhh jæja það er ekki laust við að stressið sé þegr farið að leka úr mér og jólaandinn sestur að í hjarta mér....hahahha afsakið væmnina...ég bara vaknaði í svona stuði í morgun.

Í dag er brúðkaupsdagurinn okkar Smára, og hvað haldiðið að þessi elska hafi gert í morgun? Hann færði konunni sinni fallegasta hálsmen sem ég hef séð!!! Jiiiii hvað ég varð glöð, átti sko ekki vona á þessu, enda eins árs brúðkaupsafmæli pappírsafmæli.
Eins og ég vissi allan tímann þá var þetta hárrétt ákvörðun hjá mér að tryggja mér þennan mann að eilífu:)

Ætla ekki að hafa þetta langt í dag, langaði bara til að setja inn jólakveðju til ykkar allra:

Gleðileg Jól kæru vinir!!

kveðja,
Fjölskyldan á Álftanesinu:)

miðvikudagur, desember 21, 2005

Pínu pirruð

Jæja ég var góður baksjúklingur í dag og brá á það ráð að mæta ekki í vinnuna fyrr en kl.11 í morgun. Hina dagana sem ég hef ætlað að vinna stutt til að hlífa mér hafa nú ekki verið mjög relaxing, hef mætt kl.8.30 og ætlað mér að fara snemma heim...svona um 13 eða 14. Það hefur ekki gengið eftir...klukkan orðin 16 áður en ég veit af.

Well, baksjúklingur eða ekki þá eru nokkur atriði eftir sem þarf að ganga frá fyrir jól. Mamma ætlaði að hafa stelpuna til að við bóndinn kæmumst í búð. Fyrst þurftum við hinsvegar að bíða eftir gæjanum sem ætlaði að setja filmu í baðherbergisgluggann okkar, hann ætlaði að koma milli hálf fimm og fimm. Hann var ekki komin 17.15 og ég byrja að nöldra...hringdu í hann Smári, þetta er ekki hægt Smári, óþolandi þegar svona gerist smári..aumingja Smári minn, þetta var auðvitað ekkert honum að kenna.
Pilturinn mætti svo 18.15....og fór tæpum klukktíma seinna....FRÁBÆRT!!!!! Ég get orðið svo PÖDDUVITLAUS úr pirringi þegar ég þarf að bíða svona....heldur fólk að ég hafi ekkert annað að gera????? Málið var líka að þeir ætluðu að koma í gær...en hringdu með einvherja bullshit sögu um að filman væri ekki orðin þurr....whatever, ég pantaði þetta fyrir 10 dögum eða eitthvað....ferlega lengi að þorna þessi filma:(

Well, komumst því ekki í búðina í dag. Góðu fréttirnar eru þær að filmurnar eru ÆÐI, ekkert smá cool. Þetta er mynd af steinum...erfitt að lýsa þessu kannksi, með svona smá grænum blæ, svona fjörufílingur í gangi...Ok ómögulegt að lýsa þessu:)

Þannig að..hérna sit ég og blogga, pirringurinn nánast runinn af mér og life is good.

Ég er farin að hlakka til Þorláksmessu. Þá ætlum við systur að fara í smá dekur seinnipartinn og henda okkur svo í pottinn á eftir..ahhhh verður örugglega æði. Við búumst við nokkrum eðal konum í pottinn með okkur. Anna Sigga ætlar að koma, Aldís, mamma auðvitað, Helga...og svo eru nokkrar sem eiga eftir að staðfesta hvort þær kíki eða ekki.
Eftir pottinn förum við heim og ætlum að fá okkur eitthvað take away. Ætlum að hafa opið hús í tilefni brúðkaupsafmælisins, ef fólk á leið hjá ( hahahhahaha) þá ENDILEGA að kíkja inn í eitt rautt eða hvítt....eða malt og appelsín ef fólk kýs það frekar. ALLIR VELKOMNIR!!!!!!!!!!!

Svo hugsa ég að við bóndinn tökum eitt rómó kvöld á milli jóla og nýárs...Hanna systir er óð í að hafa Nikustelpuna. ætli við kíkjum ekki eitthvað út að borða, ég væri alveg til í að fara á Sjávarkjallarann aftur..mmmm maturinn þar er algjört lostæti.

Anyways, ER fer að byrja...ohhhhh slef...Dr.Carter is Jömmí!!!

OAO
m-bara komin í ljómandi skap eftir að hafa bloggað.

mánudagur, desember 19, 2005

Nokkuð nýtt???

Jæja eins of stendur í fyrirsögninni þá er nú svosem ekki mikið að frétta þessa dagana.

Bakið er eins og það er, var virkilega þreytt eftir daginn í dag, enda vann ég allt of lengi....ekki þennan hálfa dag sem ég ætlaði mér. Clara sem vinnur með mér og er algjör snillingur sagði líka að hún hafði heyrt í mér í dag.....það er víst mitt aðalsmerki í vinnunni að það fer ekki framhjá neinum þegar ég er á vappi. Hún sagði að ég hafði gengið allt of hratt í dag:) ég ætla nú að líta á það sem ákveðið batamerki, það hlýtur að þýða að ég geng ekki lengur eins og nírætt gamalmenni sem er búið að gera í buxurnar:)

Anyways, fór svo bara heim og horfði á hann Smára minn ryksuga ( taktu eftir fullkominni stafsetningu María Blöndal!!! þetta er gegn minni sannfæringu en ég læt mig hafa það VÍN-kona). Það er ekki laust við að kvenréttindakonan hafi nú fengið nett samviskubit að hafa ekki getað aðstoðað meira...en ég gerði eins og ég gat....raðaði fötum í fataskápinn og svona:)

við hjónin fengum okkur digita myndavél um daginn, og LOKSINS, eftir miklar pælingar er ég búin að fatta hvernig maður tekur rauðu augun af! ég er svo mikið tækni-tröll!!!..þannig að það eru komnar nokkrar vel valdar myndir á heimasíðuna hennar Veroniku ( sem voru by the way teknar áður en tæknitröllið gerði þessa uppgötvun)

Well, boring blogg maður, ekkert að gerast eins og ég sagði. Hlakka samt alveg svakalega til að fá Hönnu systur heim þann 22. Mér finnst alltaf líða of langur tími á milli þess sem við hittumt, höfum nú samt sem áður hist ( GOD-ég er farin að efast um allt sem ég skrifa eftir að Blöndalinn tók mig í gegn um daginn...well þið vitið hvað ég meina) 5 eðas 6 sinnum þetta árið.

well fyrst ég hef ekkert gáfulegt að segja...OAO

m-sem þrífur ekki heima hjá sér....ekki það að ég hafi verið öflug í því hingaðtil:)