My way

mánudagur, maí 26, 2008

Sumir dagar...

...vaknaði í morgun við að sonur minn var að kafna úr hósta. Aumingja kallinn minn fékk að sjálfsögðu að koma í stóra rúmið til að kúra hjá mömmu sinni. Ekki leið á löngu þar til Veronika ískaldi brókalalli kom og fékk hlýju hjá mömmu sinni. Við lágum svo og kúrðum saman...allt of lengi því við áttum að vera mætt í leikfimi kl. 10.45..þetta var á þessa leið:

-úff við erum allt of sein...allir af stað NÚNA
-meiriháttar hár-drama hjá VHS sem tók ofur langan tíma að leysa
-svo kom meiríháttar fata-drama hjá VHS sem tók álíka langan tíma að leysa
-svo kom met-brjóstagjöf, held að hann hafi aldrei drukkið jafn mikið..og verið jafn lengi að þvi..

- OK, börnin komin í bílinn, söngvaborg í tækið og brunað af stað...ennþá 30 min í tímann!
-Kominn alveg út að enda á Álftanes-afleggjaranum...bensínlaus!!!! ( mundi þá að ég hugsaði með mér í gær að ég mundi bara taka bensín á leiðinni í leikfimina á morgun) ó nó, jæja ég tek þá bara bensín á leiðinni...en nei, ekki með veskið mitt, og ekki með símann minn heldur....DAMN IT!!!
-Keyra aftur tilbaka allan afleggjaranum til að sækja veski
-stoppa á bensínstöð og dæli...tekur tímann sinn að dæla !"#$%& 60 lítrum á bílinn.
-OK..orðin allt of sein, en ætla samt að mæta
-Komin fyrir utan Boot Camp húsið...ENGIN STÆÐI..og rúnta 3 !"#$%& hringi um allt þarna í kring og ekki eitt einasta stæði í göngufæri

...KEYRI AFTUR HEIM....

OMG hvað ég varð reið og pirruð og fúl og bara allt!!! Búin að hafa þvílíkt fyrir því að hafa krakkana til, ganga í gegnum allskonar fashion-drama hjá dótturinni og maraþonbrjóstagjöf og geta svo ekki mætt...búhúúúúú

ó well, ég læt klukkuna bara hringja 5.45 á miðvikudaginn til að vera viss um að geta mætt:)

OAO
m-ennþá í fýlu

sunnudagur, maí 25, 2008

Seriously

Það er bara ekkert að frétta!!! Þessvegna blogga ég ekki:)

Samt er ég alltaf að gera eitthvað og hitta einhvern. Á föstudaginn var ég sko með tvo hópa í hérna heima:) Lunch-hitting með Vistor stelpunum og svo komu skvísumömmurnar á eftir í afganga. Ógeðslega gaman að hitta þær allar.

Nú fer sumarið að byrja, Veronika fer í sumarfrí 4 júni!! Thank God að ég er í fæðingarorlofi þetta fyrsta sumar, ég væri farin yfirum ef ég væri í vinnu og þyrfti að redda 3 heilum mánuðum í gæslu!! Við fengum bækling frá sveitafélaginu fyrir helgi og viti menn, eiginlega öll námskeiðin sem eru í boði fyrir 7 ára krakka eru í sömu vikunni....sjæse hvað fólk virðist eiga erfitt með að skija að það eru ekki allir í jafn löngu sumarfríi og kennarar....en það er önnur umræða:)

Ungbarnanuddinu var frestað um viku, þannig að við mæðginin byrjum núna á miðvikudaginn, ég hlakka ekkert smá til.

What else...já Eurovision, ohhhh ég var sannfærð um að við yrðum í topp 5, en ég er eins og nafna mín, agalega lélegur spámaður...en er sammála henni um að danski pojken var alveg gríðalega heitur:)
...og ég hefði sko verið meira en til í að fara á mega djamm á Nasa með Palla..en það verður að bíða betri tíma:)

Sigrún vinkona í Lúx spurði mig um daginn hvernig mér fyndist að vera "bara" heima og ég svaraði henni eins og er...LOVING IT!! Enda er ég nú sjaldnast heima, alltaf eitthvað að gera hjá mér, enda ekki týpan til að hanga heima að gera ekki neitt.

vá...það er aldeilis hægt að blogga um akkúrat ekki neitt, ég kem með eldheitt update í vikunni þegar ég er búin að fara í fyrsta ungbarnanuddstímann..muhahahahah


over and out
m