My way

fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Hvert er heimurinn að stefna.....

Í gær var mikið í umræðunni hvort banna eigi að klæða nýfædda unga í bleikt og blátt uppá spítala..mér fannst á fólki sem ég ræddi þetta við að þetta væri nú hámark vitleysunnar!!! Rökin fyrir vitleysunni voru víst að "það á ekki að gera greinarmun á stelpum og strákum"....

í morgun sér maður svo þetta á mbl:

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1305931

"Pabbar í pössun í Hagkaupum"


WTF??????



Ég er gjörsamlega orðlaus!!!

Hvet hér með allar hugsandi konur (þar á meðal Kolbrúnu Arnardóttur) að mæta fyrir framan pabbapössunarherbergið og öskra á þessa hauga að ef þeir taka ekki þátt í innkaupum þá fái þeir ekkert að borða!!!!!!!!! Nú ef það dugar ekki þá er ágætt að segja upp Sýn hjá öllum þeim köllum sem voga sér að fara þarna inn....segja svo bara...já langar þig að sjá enska boltann...farðu í Hagkaup félagi...og á meðan þú ert þar hvort sem er þá vantar eftirfarandi á heimilið.....og búa til laaaaaaangan lista ( og muna að setja túrtappa og allskonar hárlit og dót sem þeir ráða engavegin við að kaupa)!!!!!!!!!!!


Hvernig á ég að útskýra fyrir dóttur minni að það séu til pabbapössunarherbergi í Hagkaup???? Og þegar kemur að því að ófæddur sonur verður orðinn nógu gamall til að koma með í innkaupaferðir...á hann þá að sitja hjá pabba sínum í pössunarherberginu eða koma með mömmu sinni og systur að versla???????????????

SKAMM SKAMM HAGKAUP...þetta er ekki einu sinni fyndið.....og þó:)

kv
m-feministi dauðans!!!!!!!!!!!!

miðvikudagur, nóvember 28, 2007

JINX

Held að ég hafi jinxað ástandið aðeins, er algjörlega að kafna úr kvefi aftur, held að ég sé að fá lugnabólgu!!! hahhahahah alltaf sama dramadrottningin:)
Er nú samt að hugsa um að reyna aðra taktík og fara í leikfimi í kvöld, Birna sem ég vinn með og er aðal íþróttastrumpurinn segir að henni líði oft betur eftir hreyfingu...let's see how it goes:)

Svo er kakó og föndur hittingur hjá Þóru bumbu á morgun:) hún er svooo dugleg að bjóða okkur heim til sín, alltaf jafn gaman að koma til hennar. Við ræðum náttúrulega allar hliðar meðgöngu allt kvöldið ( ég, anna sigga og þóra)....aumingja aumingja Aldís að þurfa að hlusta á okkur:) Hún tekur þessu samt með jafnaðargeði,hún er svo geðgóð stelpan:)

Já og þið sem ekki vitið, Rebekka eignaðist fallega litla stúlku aðfaranótt sunnudagsins 25 nóv. Gekk allt eins og í sögu heyrist mér og stúlkubarnið er dásamlegt að sjá á myndum, get ekki beðið eftir að fá að kíkja á hana og knúsa..best að bíða á meðan lugnabólgan gengur yfir samt:)

Anna sigga er næst, 17 dagar í settan dag hjá henni..ohhh get ekki beðið eftir að fá að sjá grjónið hennar líka...að ég tali nú ekki um orminn minn....jiii minn eini hvað 14 vikur hljóma eins og heil eilífð!!!!

Maja er með þá kenningu að ég eigi eftir að eiga nokkrum dögum fyrir áætlaðan fæðingardag og að hún gangi 2 vikur framyfir...ég er nú ekki svo viss, en er búin að ákveða að náttúran má ráða hvort ég fer af stað 3 mars eða 8 mars....cool kennitölur eru náttúrulega það sem skiptir máli ( 03.03.08 eða 08.03.08).

Þóra er sett á aðfangadaginn sjálfan...ekki slæm jólagjöf það.


Já og btw, þær eru allar með stelpur!!! Ég er með eina strákinn:)svo má deila um það hvort hann sé heppnasti strákurinn í heiminum og geiminum eða sá óheppnasti....ég hallast að því að stelpurnar eigi eftir að vaða yfir litla maninn minn, allavega ef þær verða líkar mæðrum sínum.....muhahahhahahahahhaha

jæja best að fara að jobba

see ya
m-

þriðjudagur, nóvember 27, 2007

I'm on the road again...

Minns fór nú bara veik heim úr vinnu í gær, var alveg gjörsamlega að kafna úr kvefi:(
Var komin heim rúmlega 14, henti mér í bælið, las eina bók, drakk te og spreyjaði nezeril í nösina...virkaði:) Er reyndar ennþá hálf kvebbin en ekki eins agalega stífluð í öllum hausnum og ég var í gær.

Bókin sem ég las heitir Hveitibrauðsdagar eftir James Patterson.
Ég les bara 3 gerðir af bókum.

Uppáhalds bækurnar mínar eru svona sögur, þið vitið, bækur sem segja sögur af fólki. Dæmi: Flugdrekahlauparinn, A thousand Splendid suns, Hús andanna, Green Mile...allar í sérstöku uppáhaldi hjá mér.

þegar ég er búin að lesa nokkra svona í röð þá finn ég mér alltaf einhverja góða Chick-lit bók. Einhverja í Bridget Jones stíl, svo upplífgandi eftir að vera búin að taka reality törn í hinum bókunum.

Hef aldrei haft gaman að reifurum..en svo neyddist ég til að lesa eina eftir Patterson og nú er ég hooked. Þetta eru svona bækur sem byrja á fyrstu blaðsíðunum, ekkert bullshit. Svo helst spennan alla bókina og honum tekst alltaf alltaf að koma mér á óvart í lokin:) Mæli með honum.

Jæja best að koma sér í gírinn.

hasta la vista

m-með hor